is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8400

Titill: 
  • Hugleiðingar um stjórnspeki Friedrich Nietzsche
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bandaríski heimspekingurinn Martha Nussbaum útilokar Friedrich Nietzsche frá stjórnspeki og segir hann ekki vera stjórnmálahugsuð. Hún gerir það á þeim forsendum að Nietzsche mæti ekki þeim kröfum sem hún gerir til fullgildrar stjórnmálaheimspeki og bendir hún unnendum stjórnspeki á að snúa sér frekar að hugsuðum á borð við Immanuel Kant og John Stuart Mill. Nussbaum tekur hins vegar heildarmyndina í heimspeki Nietzsches ekki með í reikninginn, og grefur það mjög undan þeim rökum sem hún notar til að hafna Nietzsche. Heimspeki Nietzsche er mjög frábrugðin þeirri sem skilyrði Nussbaum byggjast á en skilyrðin lýsa heimspekiaðferð sem Nietzsche gagnrýnir mjög og þar af leiðandi stundaði ekki sjálfur. Þetta er hin hefðbundna vestræna heimspeki og gagnrýnir Nietzsche kenningar og aðferðir þeirra heimspekinga sem tilheyra hinni vestrænu hefð, þar á meðal Immanuel Kant og John Stuart Mill. Munurinn liggur fyrst og fremst í því að stjórnspeki Kants og Mill styðst við fyrirfram ákveðnar sannanir sem gefa sér ákveðna hluti um heiminn til þess að draga ályktanir út frá. Nietzsche hafnar því að slíkar sannanir séu til en auk þess taldi hann margt ábótavant í heimspekinni sjálfri. Í þessari ritgerð er sýnt fram á að ómögulegt er að útiloka Nietzsche frá stjórnspekinni á þann hátt sem Nussbaum vill gera. Hann er fullgildur stjórnspekingur og sem slíkur er hann ákaflega mikilvægur fyrir vestræna stjórnspeki, ekki síst vegna þeirrar sérstöðu sem hann hefur. Nietzsche hefur séð til þess að stjórnspeki Vesturlanda festist ekki í hefðinni.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8400


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þorbjörn Kristjánsson, B.A. - stjórnspeki Nietzsche.pdf329.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna