is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8409

Titill: 
  • Titill er á frönsku L'auteur de Mélusine
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bókmenntirnar tóku miklum breytingum á miðöldum og þá litu hetjuljóð, ástarljóð og ljóðsögur dagsins ljós. Staða höfundarins breyttist líka á þessum tíma. Snemma á miðöldum voru skáldin yfirleitt klerkar eða aðrir kirkjunnar menn, en smám saman öðluðust þau frelsi frá kirkjunni þegar prins eða annarskonar aðalsmaður greiddi fyrir verk sem hann yfirleitt pantaði með það markmið að auka hróður eigin ættar, nú eða til þess að tengja ætt sína við ákveðinni jörð eða kastala. Þetta var yfirleitt gert með þeim hætti að rithöfundurinn tengdi saman frægar sögur, ævintýr eða goðsagnir við velgjörðarmanninn. Með þessum tengslum við efnivið skáldsögunnar eignaðist aðalsmaðurinn enn göfugri forfeður og gat rakið ættir sínar til sögulegra stórmenna eða kvenna. Þessar ættarsögur eru gjarnan kallaðar roman généalogique, eða roman de lignage á frönsku.
    Ein þeirra er skáldsagan um Melúsínu (Le Roman de Mélusine) eftir Jean d’Arras sem var skrifuð á ofanverðri 14. öld. Jean hertogi af Berry (Jean de Berry), sonur Jean le Bon Frakklandskonungs, fékk Jean d’Arras til þess að skrifa ættarsögu sína, sem gat tengt hann við Lusignan-virkið í Poitou héraði, sem hann vildi ná af Englendingum. Sagan um Melúsínu var þekkt saga í héraðinu. Melúsína var kona með slönguhala frá nafla og niður og bjó yfir einstökum hæfileikum. Hún gat byggt mannvirki á örskömmum tíma, ásamt því að ala upp syni sína tíu og gera úr þeim mikla landvinningamenn. Melúsína átti að vaka yfir Lusignan-virkinu, og var það trú manna að hún birtist þeim sem átti tilkall til virkisins. Með því að tengja Jean de Berry við ætt hennar, varð tilkall hans til Lusignan-virkisins réttmæt.
    Í þessari ritgerð verður sagan um Mélusine skoðuð með það fyrir augum að draga fram tengsl höfundar, efniviðs og velgjörðarmanns við skáldsöguna og áhrif þeirra á verkið.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8409


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
L'auteur de Mélusine.pdf622,66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna