is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8420

Titill: 
  • Upphaf íslenskrar skeggtísku. 100 ára þróun skeggtísku á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um upphaf íslenskrar skeggtísku og þróun hennar. Höfundur færir fyrir því rök að Íslendingar hafi almennt ekki leitt hugann sérstaklega að skeggtísku fyrr en í kringum aldamótin 1900. Með aukinni þéttbýlismyndun fóru æ fleiri karlmenn að hafa tíma til að sinna rakstri og á svipuðum tíma opnuðu einnig fyrstu rakarastofur landsins. Þá fer einnig að bera meira á erlendum tískuáhrifum sem sjást fyrst á vinsældum yfirvaraskeggsins, en síðar má greina áhrif frá bandaríska hernum, þar sem allir voru rakaðir. Þegar seinni heimsstyrjöldin skall á voru langsamlega flestir karlmenn rakaðir og rökuðu sig daglega. Var það mikil breyting frá hinum vikulega rakstri sem flestir höfðu tamið sér. Einnota rakvélin frá Gillette hafði mikla áhrif á þessa þróun. Frá 1930 og fram undir lok seinni heimsstyrjaldar voru það helst gamlir menn sem héldu í skeggið, en á 6. áratugnum varð svo algjör viðsnúningur í skeggtískunni og ungir menn tóku að safna skeggi af miklum móð. Aðal sögusvið þessar ritgerðar er 100 ára rammi, frá 1866 og fram á miðjan 6. áratug 20. aldar, en þar var tekin meðvituð ákvörðun um að ljúka umfjölluninni, enda róstursamir tímar fram undan á hippatímabilinu. Fyrrnefndur rammi er þó víkkaður aðeins út aftur í tímann til þess að veita innsýn í skeggtísku fyrri alda, þá sérstaklega í alþjóðlegu samhengi. Rannsóknin er að miklu leyti byggð á athugun á ljósmyndasafni Sigfúsar Eymundssonar.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8420


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skeggtíska heildartexti.pdf1.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna