is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8421

Titill: 
  • Grimmdarleikhús Ernsts. Une semaine de bonté ou Les sept elements capitaux. Súrrealísk samklippuskáldsaga eftir Max Ernst
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á sviði klippimyndatækninnar hefur brautryðjandaverk þýska framúrstefnulistamannsins Max Ernsts (1891-1976) öðlast æ meiri viðurkenningu undanfarna áratugi. Í þessari ritgerð er fjallað um bókverk Ernsts: Une semaine de bonté ou Les sept elements capitaux, hans þriðju og síðustu súrrealísku samklippuskáldsögu í myndum, sem út kom í París árið 1934. Verkið skiptist í sjö kafla og inniheldur alls 182 klippimyndir sem eru samsettar úr svart-hvítum prentmyndum frá 19. öld. Ódæðisverk, lík, skrímsli og samsettir líkamar setja stóran svip á verkið. Í þessari ritgerð er fjallað um óhugnanlegt andrúmsloft þess út frá hugmyndafræði súrrealismans og kenningum Freuds. Margræðni hinna ósamstæðu myndbrota gerir það að verkum að ofbeldi og óhugnaður birtist í senn sem svartsýn heimsádeila og það sem túlka mætti sem uppsprettu frumstæðrar orku. Markmið umfjöllunarinnar er að greina hvort sú upplausn sturlunar, myrkraverka og dauða sem er líður í ádeilu verksins, sé jafnframt dæmi um upphafningu súrrealista á dekkri hliðum sálarinnar og lofsemd rökleysunnar og þá hvort mögulegt sé að fella þá sýn að hinum röklega veruleika sem leið að æðra takmarki. Fyrst er gert grein fyrir helstu einkennum í listsköpun Ernsts og bakgrunni fram að inngöngu hans í Súrrealistahreyfinguna. Því næst eru skilgreind nokkur grunnhugtök súrrealismans sem helst snerta Une semaine de bonté. Klippimyndagerð er rædd í sér kafla en ferlið sjálft gegnir stóru hlutverki í merkingu verksins. Loks er farið í gegn um hvern kafla verksins fyrir sig þar sem tæpt er á megininntaki myndanna.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8421


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GrimmdarleikhusErnsts.pdf4.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna