en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8422

Title: 
  • Title is in Icelandic Íslenskuþorpið. Íslenskukennsla fyrir erlenda nemendur og íslenskunám úti í samfélaginu
Submitted: 
  • May 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið lokaverkefnisins er að finna leiðir til að auðvelda erlendum nemendum tungumálanám sitt úti í samfélaginu og auka þannig færni þeirra í samskiptum á íslensku. Eitt af verkefnum ritgerðarinnar er að finna aðstæður sem koma nemendum að gagni og staðsetja í svokölluðu Íslenskuþorpi. Þar geta erlendir nemendur sem eru að læra íslensku sinnt viðskiptum sínum og daglegum erindum og átt samskipti á íslensku við aðstæður sem er nokkurs konar millistig milli kennslustofunnar og raunverulegra aðstæðna úti í samfélaginu. Í ritgerðinni eru settar fram kennsluhugmyndir fyrir erlenda nemendur í íslensku sem byggja á nýjum kenningum um að tungumál lærist í samskiptum í raunverulegum aðstæðum úti í samfélaginu og einnig niðurstöðum nýrra rannsókna í annarsmálsfræðum sem sýna að tungumálanám á sér stað úti í samfélaginu. Með aðferðum samtalsgreiningar (CA) rannsaka ég hljóðupptökur af samtölum tungumálanemandans Önnu sem er byrjandi í íslensku og leitast við að skilja og lýsa þeim aðferðum og formúlum sem hún notar í samskiptum sínum. Ég skoða hvernig hún nýtir það sem hún kann til þess að eiga viðskipti á íslensku úti í samfélaginu og hvernig hún og viðmælendur hennar skilja hvert annað. Kennsluverkefnið byggir á upplýsingum úr greiningum mínum á samtölum Önnu, kenningum um tungumálanám og kennsluaðferðum sem miða að því að auka færni nemenda í samskiptum á íslensku.

Accepted: 
  • May 10, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8422


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Gudlaug-rett-taka66.pdf1.06 MBOpenHeildartextiPDFView/Open