is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8425

Titill: 
  • Titill er á ítölsku Maria Montessori. La sua vita, il suo metodo ed "Il bambino in famiglia"
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð mun ég fjalla um heimsfræga konu að nafni Maria Montessori. Hún var mikill frumkvöðull, var á meðal fyrstu ítölsku kvenna til að nema læknisfræði og hún var fyrsta konan til að fá mynd af sér prentaða á peningaseðil, en hún var prentuð á gömlu eitt þúsund líra seðlana.
    Fyrrihluti ritgerðarinnar fjallar um Mariu Montesstori, hennar ævi og frægu aðferð hennar í uppeldismálum sem notuð er víða um heim og nýtur mikilla vinsælda. Maria er þekkt fyrir að vera einstakur og frumlegur kennari sem umbylti meintum hugtökum í kennslufræðum og sýndi fram á hversu mikið býr í börnum. Hún ferðaðist mikið og lá leið hennar meðal annars um Evrópu, Ameríku og Indland, í þeim tilgangi að kynna aðferð sína um “uppgötvun barnsins”, en einnig til að læra af menningu og uppeldisvenjum annarra þjóða og boða frið.
    Síðari hluta ritgerðarinnar fjallar um bókina “Il bambini in famiglia” eða “Barnið í fjölskyldunni” en hún er byggð á fyrirlestrum Mariu Montessori sem haldnir voru árið 1923 í Brussel. Hann hefst á umfjöllun um bókina sjálfa, svo kemur stuttur inngangur að þýðingarfræði og vandamálum sem ég þurfti að glíma við í þýðingunni og að lokum þýðing mín, en ég valdi tvo kafla úr bókinni til þýðingar, sá fyrri heitir “Il neonato” eða “Nýfædda barnið” og sá síðari “Maestro d´amore” eða “Kennari ástarinnar”.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8425


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Il testo originale.zip2.43 MBOpinnFylgiskjölPDF skrár í ZIP möppuSkoða/Opna
BA+Finale.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna