Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/842
Tilgangur þessa verkefnis var að athuga hvernig nota mætti bókina Elliðaárdalur eftir Gyðu Sigvaldadóttur í starfi með börnum þannig að börnin læri um umhverfi sitt.
Ýmis verkefni voru skipulögð í tengslum við söguna og tóku 8 börn í elsta árgangi leikskóla í nágrenni dalsins þátt í þeim í mars 2007.
Til gagnaöflunar voru gerðar þátttökuathuganir, ljósmyndir voru teknar, samræður og mat barnanna á verkefnunum voru teknar upp á upptökutæki, gerð var viðhorfskönnun meðal foreldra og einnig voru skráðar lýsingar á vettvangsferðum og verkefnum sem börnin unnu.
Í ljós kom að bókin er góð kveikja til náttúruskoðunar og umræðu um hvernig var umhorfs á þeim tíma sem Breiðholtið var að byrja að byggjast upp. Einnig er bókin góður umræðugrundvöllur til að viðhalda íslenskri sagnahefð um álfa. Þekking barnanna á umhverfi sínu jókst eftir vettvangsferðirnar samkvæmt því sem skráð var á þekkingarvef í upphafi og að rannsókn lokinni.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
valgodds[1].pdf | 361.46 kB | Open | Heildartexti | View/Open |