is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8431

Titill: 
  • Landstjórnarlistin. Orðræða um ríkisvald
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í skrifum forkólfa íslenskra menntamanna á 19. öld má greina mótun orðræðu um ríkisvald. Hún fól í senn í sér nútímalega sýn á hlutverk og tilgang ríkisvaldsins, á efnahagslega starfsemi og á sjálfsveruna. Í orðræðunni var tekið mið af þjóðernisstefnu í þeim skilningi að gerð var krafa um að mikilvægar pólitískar stofnanir yrðu í höndum Íslendinga. En í henni birtist okkur enn fremur stjórnlist, eða aðferðafræði, sem grundvallaðist á sjálfstæðri og sérstæðri rökvísi. Stjórnmálin fóru að snúast um að stjórna þjóðinni, og mannfjöldanum sem hún samastóð af, á réttan hátt í efnahagslegu umhverfi sínu, þ.e. í tengslum sínum við auðlindir, iðnað, landsvæði, landbúnað og verslun. Talið var að auður og afl ríkisins hvíldi hjá landsmönnum sjálfum, í kröftum og framleiðslugetu sérhvers einstaklings, og markmiðið var að gera landsmenn að nútímalegu efnahagslegu afli og starfandi aðila að veraldlegri velmegun. Í stað þess að líta svo á að í stjórnmálasögu nítjándu aldar birtist okkur ferli til frelsis og framfara íslensku þjóðarinnar gagnvart erlendum yfirráðum og óstjórn í anda hefðbundinnar söguskoðunar sjálfstæðisbaráttunnar, eða telja að hún hverfist um togstreytu milli íhaldsamrar og frjálslyndrar hugmyndarfræði um framtíðarskipulags þjóðfélagsins eins og meginstraumar íslenskrar söguendurskoðunar, er brugðið upp mynd af ögunarferli á Íslandi á tímabilinu.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8431


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sveinn Máni Johannesson.pdf516.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna