is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8434

Titill: 
  • Handan heims. Áhrifamáttur yfirnáttúrulegra hæfileika í Egils sögu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er ætlunin að greina yfirnáttúrulega hæfileika sem birtast í Egils sögu Skallagrímssonar og hlutverk þeirra í sögunni.
    Fjallað er um uppruna hæfileikanna í tengslum við norræna trú og goðafræði. Helstu hugmyndum og hugtökum norrænu goðafræðinnar (heimsmynd, goð og hlutverk þeirra í lífi manna) er lýst. Fjallað er um samfélag heiðinna manna á Norðurlöndum og helstu hugtök sem þar skipta máli (orðspor, hefnd) í tengslum við bókmenntir og fornleifafundi og síðan um hlutverk yfirnáttúrulegra hæfileika í samfélagi heiðinna manna á Norðurlöndum.
    Yfirnáttúrulegir hæfileikar sem birtast í Egils sögu eru síðan greindir í tvo aðalflokka: meðfædda og lærða hæfileika. Í fyrrnefnda flokknum eru varúlfar og berserkir, síðari flokkurinn greinist niður í tvo undirflokka: hamskipti og seið.
    Þessi greining myndar síðan grundvöll þar sem fjallað er um hlutverk þessara hæfileika í söguþræðinum, hvaða áhrif þeir hafa á aðalpersónur og hvernig þeir breyta skynjun okkar á aðalpersónum og sögunni.
    Samband Gunnhildar drottningar og Egils Skalla-Grímssonar er greint sérstaklega í tengslum við seið og galdra. Ímynd Gunnhildar drottningar er lýst eins og hún birtist í miðaldabókmenntum og borin saman við ímynd hennar í Eglu. Þróun Egils er skoðuð í tengslum við eiginleika sem hann erfði frá ættmennum sínum, en einnig er fjallað um notkun seiðs (sérstaklega rúnagaldurs) og notkun skáldskapar.
    Í lok ritgerðarinnar er fjallað um skáldskap sem virðist vera áhrifaríkasta vopn Egils. Uppruna skáldskapar er lýst eins og hann birtist í bókmenntum og goðafræðinni, fjallað er um hlutverk skáldsins í samfélaginu og um tvennskonar eðli skáldskapar.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8434


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sarka_baritgerd.pdf295.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna