is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8436

Titill: 
  • Kapítalismi og frelsi á tímum stýringar, lífvalds og Veldis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um framgang nýs valdmiðs í eftirnútímanum, breytta framleiðsluhætti kapítalismans og frelsunarmöguleika í nýrri samfélagsgerð. Rýnt verður í ritgerð franska heimspekingsins Gilles Deleuze, ,,Eftirmála um stýringarsamfélög“, sem birtist fyrst á prenti árið 1990. Gerð verður grein fyrir hugmyndum Deleuze um ögunarsamfélagið, ögunarstofnanir þess og hrun þeirra. Útskýrt verður hvernig Deleuze tengir framgang stýringarsamfélagsins við tæknivæðingu og umbreytingar á kapítalismanum, og hvernig ný manngerð, staklingurinn, verður til undir hinu nýja valdmiði.
    Hugmynd franska heimspekingsins Michels Foucault um lífvald verður svo greind og sett í samhengi við greinargerð Deleuze um stýringarsamfélagið. Síðan verður litið til samfélagsrýnanna Antonios Negri og Michaels Hardt og bókarinnar Empire sem þeir skrifuðu í sameiningu og kom út árið 2000, en þeir byggja hugmyndir sínar í bókinni á greiningu Deleuze á stýringarsamfélaginu og lífvaldshugmynd Foucaults. Í Empire, eða Veldinu, útfæra Hardt og Negri hugmynd sína um framgang nýrrar hnattrænnar formgerðar yfirráða samhliða tilkomu heimsmarkaðar og sífellt hraðari hnattvæðingar. Útskýrt verður hvernig Hardt og Negri tengja framgang nýju heimsskipanarinnar, Veldisins, við nýja gerð yfirþjóðlegs fullveldis og breytta framleiðsluhætti kapítalismans, rétt eins og Deleuze gerði. Gerð verður grein fyrir helstu einkennum og eiginleikum Veldisins, svo sem afmiðjun og markaleysi valds og afsvæðandi áhrifum þess á allan efnahagslegan og félagslegan veruleika, en einnig verður litið til afdrifa einstaklingsins og sjálfræðis hans undir hinu nýja valdmiði. Að lokum verður sjónum beint að þeim frelsunarmöguleikum sem Hardt og Negri álíta að fyrirfinnist í Veldinu og að þeim vopnum sem mannfjöldinn getur beitt til að komast út úr Veldinu og byggja annan valkost á hnattrænni skipan, gagn-Veldi.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8436


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hronn_Gudmundsdottir-final.pdf287.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna