Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/843
Kveikjan að þessari ritgerð varð til þegar við, Erna og Lilja, vorum að ræða saman einhvern daginn um mikilvægi góðra samskipta milli leikskólans Barnabóls og grunnskólans Höfðaskóla hér á Skagaströnd.
Vorið 2007 útskrifumst við báðar frá Kennaraháskóla Íslands. Báðar erum við búnar að stunda fjarnám við þennan mjög svo góða og merka skóla. Lilja er að útskrifast sem leikskólakennari og Erna er að útskrifast sem grunnskólakennari á yngsta stigi grunnskóla. Við erum báðar starfandi á okkar vettvangi, svo við komum til með að starfa mikið saman á komandi árum.
Val okkar á efni lokaritgerðar til B.Ed.-prófs vafðist í raun ekkert fyrir okkur: Tengsl leikskóla og grunnskóla skapandi starfi með Fjölgreindarkenningu Howards Gardners að leiðarljósi. Hann leitast við að hafa kennslustundirnar sem fjölbreyttastar og hugar að því að koma inn á sem flestar greindir barnanna. Með fjölbreytileikanum tekst honum að tengja greindirnar á skapandi hátt. Eftir miklar umræður og vangaveltur okkar á milli, jókst áhugi okkar á þessu viðfangsefni. Okkur fannst það vera í okkar verkahring að setja saman umfjöllun um þetta mikilvæga efni handa foreldrum, starfsfólki og stjórnendum þessarra tveggja skólastofnana og miðla þannig úr okkar viskubrunni. Auk þess eykst okkar víðsýni til viðhorfa í kennslu ungra barna, hvort sem þau eru á leikskóla eða grunnskólastigi. Því þótti okkur alveg kjörið að athuga hvort við fengjum leyfi til að gera lokaritgerðina okkar saman og var það auðsótt mál.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritger.pdf | 436.75 kB | Open | Heildartexti | View/Open |