is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8442

Titill: 
  • Jambusskollinn á svo þrælslega við íslenskt mál og rím ... Reisubók frásagna ásamt eftirlíkingum, stælingum, útleggingum og kerfisbundnum þýðingum
Leiðbeinandi: 
Skilað: 
  • Júní 2011
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni í þýðingafræði við Háskóla Íslands fjallar um hlutverk markmenningar og þýðanda sem mótandi afls þýðingatextans. Skoðaðir eru ólíkir textar og tekist á við spurninguna hvernig umhverfi hefur haft áhrif á þýðingu og viðtökur í íslenskri menningu. Rýnt er í þýðingar og ætlaðar þýðingar allt frá miðöldum og fram að aldamótum 20.aldar þannig að bókmenntagreinarnar eru ólíkar. Skoðaðir eru möguleikar á því hvort að til hafi verið munnlegar þýðingar, í hverju þær þá fólust og hvort að slíkar þýðingar séu enn stundaðar manna á meðal. Gerð er grein fyrir hugmyndum um bókmenntalega miðju þýðingarlegs fjölkerfis en sú kenning sem stuðst er við er Itamars Even-Zohars. Kenningar um eftirlíkingu raunveruleikans eins og þær koma fram í riti Erich Auerbachers Mimesis. Framsetning raunveruleikans í vestrænni menningu hafa nýst til þess að skoða raunveruleikann eins og hann birtist í textunum. Bornar eru saman þýðingar þriggja þýðenda á sagnaljóðinu Friðþjófssögu eftir Esaias Tegnér til þess að komast að hvernig einstakir þýðendur þess hafa unnið og hvernig umhverfi hefur haft áhrif á þýðingarnar. Auðvelt reyndist að skoða sýnileika þýðandans þegar fleiri þýðingar voru bornar saman. Sérstaklega þegar um er að ræða breytingar á milli útgáfna eins og tilfellið er með þýðingar Matthíasar Jochumssonar. Matthías fylgdi þýðingu sinni árið 1866 úr hlaði með ágætum formála og þeirri spurningu er velt upp hvort að sígild bókmenntaverk krefjist þess ekki að slíkur formáli fylgi útgáfum. Þeim mun sem birtist í milli útgáfna á þýðingu Matthíasar á sagnaljóðinu er gefinn gaumur og spurningunni hvort að áherslubreytingar útgefenda hafi orðið til þess að minnka sýnileika þýðandans. Í ritgerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að hægt er að sjá ákveðna hreyfingu innan bókmenntakerfisins útfrá viðtökum og varðveislu sagnaljóðsins og annarra texta, en að nauðsynlegt sé að framkvæma stærri rannsókn til þess að komast að því hvaða hreyfingar eiga sér stað innan þýðingalegs fjölkerfis í íslensku bókmenntakerfi. Hlutverkskenningin hefur komið að góðum notum til þess að skoða áhrif markmenningar á þýdda texta ásamt því að hún er notuð í þýðingarýni á texta eftir August Strindberg. Matthías fjármagnaði sjálfur fyrstu útgáfu þýðingar sinnar 1866 en þýðingar á Rauða herberginu og Inferno eftir August Strindberg fengu fjárstuðning norrænna bókmenntasjóða. Í ritgerðinni er einungis varpað ljósi á mun þýðingaaðferða án þess að taka afstöðu með eða á móti vinnulagi þýðenda.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8442


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAritgerd_gudleifthorunn (2).pdf2.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna