is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8443

Titill: 
 • Hugleiðsla sem úrræði gegn streituröskun tónlistarflytjenda
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Sviðshræðsla er ein gerð streituröskunar sem tónlistarflytjendur þurfa oft að glíma
  við. Hún gerir vart við sig þegar þeir eru undir miklu álagi við tónflutning, hvort sem
  álagið er raunverulegt eða búið til af flytjendum. Í slíkum tilvikum helst skynjað álag
  oft ekki í hendur við raunverulegt álag. Neikvæðar hugsanir geta þá sprottið upp út frá
  fyrri reynslum flytjandans, hann ímyndar sér e.t.v. að aðrir séu að dæma sig, að hann
  muni klúðra tæknilegu atriði, ekki ná erfiðri nótu o.s.frv., og með þessu setur hann af
  stað varnarkerfi líkamans sem veldur t.d. skjálfta, svita eða örum hjartslætti. Þegar á
  þann stað er komið er flytjandinn algerlega færður frá tónflutningnum og lifir engan
  veginn í líðandi stund með tónlistinni. Vöntun er á úrræðum við þessu vandamáli og
  lítið er talað um það þegar verið er að mennta tónlistarfólk. Annaðhvort nær það að
  halda vandamálinu í skefjum sjálft með misgóðum árangri, eða heltist úr lestinni
  sökum taugaveiklunar.
  Hugleiðsla er ævaforn iðja og tel ég hana afar hentuga sem varanlega lausn á því
  vandamáli sem sviðshræðsla er. Gríðarlegur ávinningur fæst af iðkun hugleiðslu, en
  sá ávinningur sem á mest erindi við tónlistarflytjendur er bætt líkamleg og andleg
  vitund og bætt meðvitund um líðandi stund. Því meðvitaðri sem flytjandi er um
  hugsanir sínar og tilfinningar, þeim mun auðveldar á hann með að bregðast rétt við
  þeim. Þetta gerir honum kleift að halda sér inni í líðandi stund á meðan
  tónlistarflutningi stendur, meðvitaður um tónlistina og inni í henni, en ekki þjakaður
  af sjálftali og neikvæðum hugsunum.

Samþykkt: 
 • 10.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8443


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf137.17 kBLokaðurHeildartextiPDF