Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8448
Umfjöllunarefni þessar ritgerðar er altsöngkonan Elsa Sigfúss og söngrödd hennar.
Altröddin er sú rödd sem tekur hvað lengstan tíma að þroskast.
Elsa Sigfúss var dóttir Sigfúsar Einarssonar tónskálds og organista og Valborgar
Helleman (síðar Einarsson) píanóleikara. Hún lærði söng í Kaupmannahöfn þar sem
hún bjó einnig stærstan part starfsævi sinnar. Í Kaupmannahöfn var hún dugleg að
kynna íslensk sönglög og íslensk tónskáld, s.s. Jón Leifs, Pál Ísólfsson, Árna
Thorsteinsson og Sigfús Einarsson. Var hún einnig fastráðinn söngvari við danska
útvarpið og vann til fjölda verðlauna fyrir söng sinn. Hún kom víða við á sínum ferli
og söng margvíslega tónlist allt frá dægurlögum til klassískrar kirkjutónlistar, þrátt
fyrir að hún hafi verið þekktust fyrir dægurlagasönginn.
Rödd hennar vakti alstaðar mikla athylgi fyrir hinn dökka blæ sem hún hafði, þrátt
fyrir röddin hafi ekki verið stór né kraftmikil. Hún fékk einkum hrós fyrir túlkun sína
og einlægni í meðferð texta.
Rödd hennar var einnig sjaldgæf á heimsvísu vegna þess hversu djúp hún væri.
Í ritgerðinni verður sagt frá þróun raddar Elsu, hvernig hún þroskast og breytist eftir
því sem líður á starfsferil hennar. Úr bjartri, ungri og óreyndri rödd í dökka, mjúka og
mikla altrödd. Efni ritgerðarinnar mætti í raun kalla þroskasögu listamanns. Til þess
að fá betri mynd af þróun raddar Elsu verða teknar fyrir sex upptökur frá mismunandi
tímum á söngferli hennar og skoðaðar breytingar á röddinni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerd.pdf | 558,69 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |