is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8463

Titill: 
  • Wilhelm Stenhammar og sönglögin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um sönglögin eftir Stenhammar og athugun á því sem er líkt með verkum hans og Sibeliusar. Borið er saman Flickan kom ifrån sin älsklings möte, ljóð eftir J. L Runeberg sem þeir báðir sömdu tónlist við. Nokkrar mismunandi aðferðir eru notaðar til að bera verkin saman en fyrst og fremst er notuð tónlistargreiningu. Einnig eru notaðar sögulegar staðreyndir sem eru þekktar. Til að sjá hvað þeir eiga sameiginlegt og ekki er skoðaður stíll, form og tónsmíðaaðferðir í sönglögunum þeirra.
    Skemmtilegt er að bera Stenhammar og Sibelius saman, því Stenhammar leit mikið upp til Sibeliusar. Hjá Stenhammar er hægt að sjá mikil áhrif frá Sibeliusi en einnig frá öðrum tónskáldum. Í fyrri sönglögum hans aðallega er hægt að sjá hvernig Stenhammar hefur orðið fyrir áhrifum frá Sibeliusi og öðrum. Bo Wallner kallar Stenhammar í byrjun ferils síns sem ”góða eftirhermu, með músíkalskan smekk”. 1 Í lok ferilsins fer Stenhammar að finna sína eigin leiðir og fá meiri persónuleika í tónlistinni.
    Eftir að vera búin að skoða þróun Stenhammar á sönglögum hans er ekki hægt að segja að það sé mikill munur á fyrri og seinni sönglögum hans. Frekar mætti segja að maður heyri skýrari persónulegan blæ í seinni lögunum hans. Fyrri sönglög hans eru falleg og vel samin en eru mjög í þýskum anda, síðar fer Stenhammar að finna sína leið. Það sem er sérkennilegt fyrir lög Stenhammars er hvernig hann setur textann við tónlistina, oft atkvæðabundið, með tónlist sem fylgir textanum mjög bókstaflega, bæði rýtmiskt og í laglínunum. Kannski er ekki hægt að segja þetta um fyrri sönglög hans en þau seinni þróast í að verða þannig.

Samþykkt: 
  • 11.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8463


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf351.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna