is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8465

Titill: 
  • Upplausn og endurmat. Frásagnir og myndir af fólki á umbrotartímum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bankahrunið í október 2008, búsáhaldabyltingin og efnahagskreppan sem fylgdi í kjölfarið voru kveikjan að hugmynd þeirri sem er undirstaða þessa verkefnis. Þessi umbrotatími í sögu Íslands hefur verið fyrir margann Íslendinginn verið átakatíð og hefur varla látið nokkur mann hér á landi ósnortinn. Ég ákvað að taka viðtöl við hóp Íslendinga af millistétt, með ágæta menntun um viðbrögð þeirra við efnahagshruninu. Fólk í þessum hópi er nefnilega sjaldan spurt þegar verið er að kanna viðhorf fólks til slíkra atburða eða afleiðinga þeirra. Samtíma viðtölunum vann ég ljósmyndaröð um daglegt líf og heimilisaðstæður fólksins.
    Í janúar árið 2009 hóf ég tvegggja ára samvinnu með sjö einstaklingum sem ég þekki vel. Það voru þau þau Arnar Eggert Thoroddsen, Einar Rúnar Axelsson, Gunnhildur Manfreðsdóttur, Halla Hauksdóttir, Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir og Móheiður Geirlaugsdóttir. Ég vildi gera nokkurs konar minnisvarða sem væri persónulegur en jafnframt ríkur af upplýsingum. Íslendingar eru ekki mjög opnir að eðlisfari og stíga varlega til jarðar þegar á að ræða viðkæm og persónuleg málefni. Til að ná fram einlægri mynd af lífi fólksins og opinskáum umræðum ákvað ég að leita til vina og kunningja til að vinna með.
    Allt á þetta fólk heima í Reykjavík. Þau eru fædd á tímabilinu 1959 til 1976. Þau eru öll í sambúð nema Halla sem er einstæð móðir. Þau eiga börn á ýmsum aldri. Sum eiga barnabörn. Þau hafa öll framhaldsmenntun. Arnar er félagsfræðingur en starfar sem blaðamaður, Einar er heimilislæknir, Gunnhildur er upplýsinga- og bókasafnsfræðingur, Halla er ferðamálafræðingur, Ingibjörg er þjóðfræðingur og leiðsögumaður. Þau hafa öll starf í tengslum við sína menntun nema Móheiður sem er í mastersnámi í þýðingafræðum við Háskóla Íslands.
    Ég hitti viðmælendur mína reglulega á tímabilinu janúar 2009 til nóvember 2010 og kannaði tilfinningar þeirra og og viðhorf til góðærisins, gjaldþrots bankanna og allra þeirra fjölmörgu atburða sem tengdust efnahagskreppunni. Það hefur mikið verið skrifað um efnahagshrunið, forsendur þess og afleiðingar. Það er ekki efni þessarar ritgerðar að teikna upp mynd af heilli þjóð heldur er markmið hennar að skoða hvað nokkrir íbúar í Reykjavík hafa að segja um það sem gerðist á þessum umbrotatímum. Hvernig gekk þeim sem höfðu ekki skapað efnahagsundrið né hagnast á því beint en orðið harkalega fyrir því, að laga sig að breyttum aðstæðum, hækkandi vöruverði og hærri lánum? Ég vildi vita hvort sýn þess á lífið, tilveruna, þjóðfélagið og framtíðina hefði breyst. Ég vildi reyna að fá svör við spurningum sem brunnu á mér og alveg örugglega stórum hluta þjóðarinnar. Ég vildi tala við mitt fólk!

Samþykkt: 
  • 11.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8465


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðtalsbók.pdf12.68 MBOpinnViðtalsbókPDFSkoða/Opna
Greinagerð.pdf23.34 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Skemman opna ÞEA.jpg1.11 MBLokaðurYfirlýsingJPG

Athugsemd: Geisladiskur fylgir prentaða eintakinu sem er varðveitt á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni