is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8467

Titill: 
  • Málvernd: Íslensk málvernd sem fyrirmynd að varðveislu ketsjúa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um hvernig málvernd Íslenska tungunnar getur hjálpað að varðveita ketsjúa tungumál í Perú. Í ritgerðinni er fjallað í fyrsta lagi um ketsjúa tungumál og útbreiðslu þess frá tímum forninkatil nútímans. Skoðaður er fjöldi ketsjúamælenda í Brasilíu, Síle, Kólumbíu, Argentínu, Ekvador, Bólivíu og Perú. Síðan er skoðað fjöldi ketsjúamælenda á milli borga í Perú þar sem mesti fjöldi ketsjúamælenda er í heiminum. Í þessum kafla er einnig sýnt að á síðustu áratugum hefur notkun ketsjúa farið minnkandi. Svo í öðru lagi eru fimm rök David Crystal skoðuð sem snúa að þvi af hverju á að vernda tungumál. Þau eru að tungumál eru nauðsynleg því að fjölbreytni tungumála er nauðsynleg, tungumálin eru geymsla sögunnar, þau auka þekkingu, þau tjá sjálfsmynd samfélagsins og allt þetta gerir þau áhugaverð. Í þriðja lagi eru tillögur íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu frá árinu 2009 skoðaðar til að fá hugmynd um hvað er hægt að gera til að varðveita ketsjúa tungumálið. Af tillögunum er dregin ályktun um hvernig sé hægt að herma eftir Íslenskri málstefnu og nota í Perú. Í fjórða lagi er skoðað stöðu ketsjúa í Perúsku samfélagi og ástæður þess að ketsjúa sé í veikri stöðu. Í þessum kafla er einnig fjallað um tillögur sem Hornberger og King gera um varðveislu ketsjúa og skoðað er hvernig hægt er að skoða þessar tillögur með hliðsjón af því sem hefur verið gert á Íslandi. Að lokum er skoðað veika stöðu ketsjúa með tilliti til fyrri kafla. Hér eru nefndar tilraunir sem hafa verið gert á síðustu árum til að varðveita og endurlífga ketsjúa tungumálið í Perú. Og hvað þurfti að gera til að varðveita tungumálið í Perú.

Samþykkt: 
  • 11.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8467


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Málvernd.pdf452.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna