is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8469

Titill: 
 • Tími í íslensku og kínversku. Athugun á tjáningu tíma í beygingarmálinu íslensku og beygingarlausa málinu kínversku
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um hvernig tími er látinn í ljós í íslensku annars vegar og kínversku hins vegar. Íslenska og kínverska eru mjög ólík tungumál enda ekki skyld þar sem íslenska er í hópi indó-evrópskra tungumála en kínverska tilheyrir sínó-tíbetsku málafjölskyldunni. Það kemur því ekki á óvart að munur sé á ýmsum málfræðilegum atriðum svo sem hvernig tími er látinn í ljós. Íslenska byggir tímatjáningu sína aðallega á tíðbeygingu sagna en í kínversku beygjast sagnir ekki og er tímatjáningin byggð á horfi í stað tíðar.
  Rætt er um málfræðilegar formdeildir (svo sem persóna, tala, tíð og horf) og litið á skilgreiningu þeirra til þess að öðlast skilning á hugtökunum tíð og horf. Litið er á ólík sjónarmið málfræðinga og reynt að varpa ljósi á þær ólíku niðurstöður sem
  þeir hafa fengið við rannsóknir sínar á tíðum og horfi í íslensku og kínversku. Margt er mjög umdeilt á þessu sviði og á það sérstaklega við um málfræðilega fyrirbærið horf. Það sem sumir málfræðingar telja birtingarmyndir horfs í íslensku (t.d.
  orðasambandið vera að+ nafnháttur sagnar) sjá aðrir málfræðingar sem orðasambönd með ýmis merkingarhlutverk sem ekki geta talist marka horf.
  Í kínversku eru ýmsar leiðir til að marka horf en ekki er enn til nein almennt samþykkt útlistun á horfakerfi málsins þótt hér sé m.a. stuðst við verk málvísindamannsins Richard Xiao sem telur sér hafa tekist að ráða fram úr því. Hér er fjallað um hinar ólíku leiðir til horfamörkunar í kínversku, sjálfgefið horf (e. default aspect), aðstæðuhorf (e. situation aspect) og sjónarhornshorf (e. viewpoint aspect) sem meðal annars er markað með svokölluðum horfsmerkjum (e. aspect marker) og afleiðingarfylliliðum (e. resultative verb complement).
  Hvernig er tími látinn í ljós í íslensku? En í kínversku? Hver er munurinn? Ég vona að lesandinn fái góða yfirsýn yfir þetta við lok lesturs ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
 • 11.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8469


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð final2.pdf564.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna