is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8471

Titill: 
 • Greinargerð með lokaverkefni í hagnýtri menningarmiðlun. Handrit að bók: 25 Strætóskýli
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í 25 Strætóskýlum er varpað ljósi á hverdagslegan hlut sem flestir umgangast daglega -strætóskýli.
  Strætóskýlin í borginni hafa ákveðið hlutverk. Þau eiga að leiðbeina notendum almenningssamgangna og veita þeim skjól meðan beðið er eftir fari á ákvörðunarstað. Þó að hlutverk skýlanna virðist einfalt er hönnun þeirra ekki einsleit. Hún hefur breyst mikið frá því að þau voru fyrst sett upp árið 1949, en þær breytingar endurspegla íslenskt samfélag, frá borgarmyndun, til alþjóðavæðingar; frá nýtistefnu til markaðsvæðingar.
  Á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru meira en 400 strætóskýli. Þessi fjöldi samanstendur af níu gerðum og allt að sex tegundum af hverri gerð, alls 25 strætóskýli sem eru ólík á einn eða annan hátt. Umhverfisaðstæður, breytilegar kröfur um hlutverk þeirra og umgengni hafa ýtt undir fjölbreytileika þeirra frá því að fyrstu skýlin voru smíðuð fyrir meira en sextíu árum.
  Í bókinni eru ljósmyndir af þessum 25 skýlum sem undirstrika útlit hver og eins og fjölbreytilega hönnun þeirra. Greinargerðin fjallar um miðlunareiginleika ljósmynda og hvaða áhrif hún hefur á viðfangsefnið. Auk þess um ljósmyndabókina sem miðil. Helstu heimildir sem notast var við: John Tagg: The Burden of Representation, Susan Sontag: On Photography, Walter Benjamin: Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar. Gerry Badger og Martin Parr: The Photobook: a history.

Samþykkt: 
 • 11.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8471


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
straetoskyli.pdf45.08 MBLokaðurBókPDF
greinargerd.pdf625.36 kBLokaðurGreinargerðPDF
Heimildaskrá.pdf192.25 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
forsida.pdf347.18 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
straetoskyli_forsida.pdf1.52 MBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna