is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8472

Titill: 
 • Rhapsody in Blue : eftir George Gershwin
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rhapsody in Blue er verk sem margir kannast við. Þó svo þeir
  þekki ekki nafnið er líklegt að þeir kannist við eitthvert stefja
  verksins, sé það spilað fyrir þá. Rapsódían hefur notið
  gríðarlegra vinsælda allar götur frá frumflutningi þess árið 1924.
  Í ritgerðinni verður reynt að kynnast tónskáldi verksins, George
  Gershwin, og saga hans rakin frá fæðingu og fram að því að
  hann samdi Rapsódíuna. Þá verður reynt að rýna aðeins í verkið
  sjálft. Farið verður yfir tilurð verksins, hvað varð til þess að
  Gershwin samdi Rapsódíuna og fleira. Einnig verður rætt um
  helstu stíleinkenni verksins sem og áhrif dægurlagatónlistar á
  verkið.
  Meginhluti ritgerðarinnar snýr þó að flytjanda þeim er kynni
  að flytja verkið. Rætt verður um nokkra staði í verkinu sem
  innihalda hinar ýmsu áskoranir sem orðið geta á vegi flytjandans
  við æfingar og flutning verksins og reynt að gefa hugmyndir um
  hvernig hægt sé að vinna úr þeim.

Samþykkt: 
 • 11.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8472


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf927.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna