en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8473

Title: 
 • is Starfsmannavelta
Submitted: 
 • April 2011
Abstract: 
 • is

  Í þessu verkefni er fjallað um starfsmannaveltu, hvernig á að reikna hana út og þá þætti sem geta haft áhrif á hvort hún er mikil eða lítil. Einnig er skoðað hvort starfsmannavelta sé neikvæð eða jákvæð, hvort mikill munur sé á milli fyrirtækja í ólíkum greinum og eins hvort efnahagshrunið haustið 2008 hafi haft einhver áhrif á starfsmannaveltu.
  Leitað var til Haustaks í Fellabæ og Þjónustustöðvar N1 á Egilsstöðum til að varpa ljósi á þessi mál og var það auðsótt. Tekin voru viðtöl við tengiliði í fyrirtækjunum og lögð könnun fyrir starfsfólk, þar sem reynt var að nálgast skoðanir þeirra um ýmis mál varðandi starfsmannastjórnun og starfsánægju. Einnig var unnið úr gögnum sem fengust frá fyrirtækjunum tveimur til að reikna út starfsmannaveltuna.
  Niðurstöður rannsókna urðu þær að mikill munur er á milli fyrirtækjanna, mun meiri velta er í öðru fyrirtækinu en hinu. Greinileg breyting er á starfsmannaveltu eftir efnahagshrun og minnkar veltan hjá báðum fyrirtækjum á árunum 2009 og 2010. Meiri velta er þó ennþá hjá öðru fyrirtækin en hinu. Skoðanakönnun leiddi í ljós nokkuð mikla ánægju með flest sem snýr að starfsmannastjórnun og samskiptum í fyrirtækjunum. Þó eru nokkrir hlutir sem þörf er á að lagfæra og í lok skýrslunnar eru kynntar tillögur til úrbóta.

Accepted: 
 • May 11, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8473


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lokaeintak.pdf811.36 kBOpenHeildartextiPDFView/Open