en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8477

Title: 
 • is Þungar hefir þú mér þrautir fengið. Um þróun slitinna setningarliða í íslensku
Submitted: 
 • May 2011
Abstract: 
 • is

  Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í almennum málvísindum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Í henni er sagt frá slitnum setningarliðum (e. discontinous phrases) í íslensku. Lítið hefur verið ritað um þessa liði í íslensku og þeir nær eingöngu skoðaðir í fornmáli, þó hefur stundum verið gerður samanburður við nútímaíslensku. Reynt er að varpa ljósi á þróun slitinna setningarliða í íslenskri málsögu, hversu algengir þessir liðir voru og hversu lengi þeir lifðu í málinu. Í fyrsta og öðrum kafla eru slitnir setningarliðir kynntir og sagt frá því sem skrifað hefur verið um tilvist þeirra í íslensku.
  Í þriðja kafla er sagt frá rannsókn sem gerð var á slitnum setningarliðum í íslenska trjábankanum IcePaHC. Fyrst er trjábankinn kynntur. Í rannsókninni var leitað að slitnum nafnliðum og forsetningarliðum í þessari málheild sem inniheldur setningafræðilega greinda texta frá 12. til 19. aldar.
  Í fjórða kafla er lítillega sagt frá kenningum fræðimanna um eðli slitinna setningarliða í íslensku. Menn eru sammála að rekja megi þessar orðaraðir til færslna sem mögulega eru ekki lengur leyfðar. Áður fyrr leyfði bygging nafnliða færslu úr liðum sem sköpuðu þessa slitnu setningarliði. Bygging nafnliða hefur síðan tekið breytingum og þessar færslur eru ekki lengur leyfðar.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru að slitnir setningarliðir hafa alla tíð verið sjaldgæfir í íslenskri málsögu. Algengastir voru þó slitnir forsetningarliðir. Íslenskan leyfir enn þá færslu atviksliða út úr þeim liðum sem þeir ákvarða. Breyting hefur orðið á því hvaða atviksorð er hægt að færa. Niðurstöður benda einnig til þess að breytingar hafi orðið á magnorðsfloti. Áður fyrr gátu magnorð einnig færst fram fyrir liðinn sem þau stóðu með.

Accepted: 
 • May 11, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8477


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BAritgerðBrynhildurStefansdottir.pdf512.74 kBOpenHeildartextiPDFView/Open