en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8483

Title: 
  • Title is in Spanish La voz crítica de Luisa Valenzuela: Acercamiento al abuso del poder en Cambio de armas y Cola de lagartija
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari rannsókn, sem unnin er til fullnustu B.A. gráðu í spænsku við Háskóla Íslands er sjónum beint að ritverkum argentísku skáldkonunnar, Lúísu Valenzuela (f. 1938). Þau eru skoðuð í sögulegu samhengi við hið svokallaða, „óhreina stríð” og valdatíð hersins á árunum 1976-1983.
    Skoðað er á hvaða hátt Valenzuela gagnrýnir þáverandi herforingjastjórn og hvernig sú gagnrýni birtist í verkum hennar. Rakin er forsaga þessa tímabils, sem spannar þrjá áratugi, einkennist af harðstjórnum, blóðugum innri átökum og efnahagslegum óförum, ásamt því að snúast um baráttu milli vinstri og hægri fylkinga, sem ýmist studdu öfl tengd Perón, fyrrum forseta landsins, eða börðust gegn þeim.
    Útskýrt verður hvernig átökin og óstjórnin sem mögnuðust eftir dauða Peróns leiddu til valdaráns hersins. Megin efniviður rannsóknarinnar eru þrjár smásögur úr sögusafninu Cambio de armas (1982), og skáldsagan Cola de lagartija (1983). Sérstökum sjónum er beint að umfjöllun Valenzuela um atburði samtíma hennar þar sem hún gagnrýnir harðlega
    misnotkun stjórnvalda, auk þess sem hún deilir á rótgrónar hefðir samfélagsins frá sjónarhorni kvenpersóna sinna. Meðal efnis smásagna Cambio de armas er valdníðsla, svipting tjáningarfrelsis og ótti við ríkisvaldið. Skáldsagan Cola de lagartija er háðsádeila á samtímamenn og atburði úr argentískri sögu, þeir eru gagnrýndir og gerðir að skotspóni. Í lokakaflanum er styrkari stoðum rennt undir röksemdafærsluna með tilvísunum í verk samtímakvenna Valenzuela, sem einnig gera valdníðslu herforingjastjórna að umfjöllunarefni sínu.

Accepted: 
  • May 11, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8483


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA Ragna S. Kristinsdóttir.pdf359.32 kBOpenHeildartextiPDFView/Open