is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8485

Titill: 
  • Myrkurkort af höfuðborgarsvæðinu. Kortlagning ljósmengunar yfir Reykjavík og nágrenni
  • Titill er á ensku Artificial night sky mapping. Light pollution in Reykjavik area
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ljósbjarmi yfir borgum og byggðarlögum er umhverfisvandi sem fylgir nútímasamfélögum. Hann er víða felldur inn í reglugerðir eða skilgreiningar yfir mengun (ljósmengun) því bjarminn dregur úr gæðum myrkurs og veldur neikvæðum áhrifum á vistkerfi, t.d. næturdýra. Það flækir málið að ljósmengun er hliðarafurð raflýsingar sem óumdeilanlega hefur aukið lífsgæði okkar á sama tíma. Viðfangsefnið sem hér er kynnt lýtur að því að skoða hve mikil áhrif ljóshjúpurinn yfir höfuðborgarsvæðinu hefur haft á náttúrulegt myrkur. Spurt er hve mikið hafa gæði myrkurs rýrnað og hversu víðtæk eru áhrif ljóshjúpsins. Niðurstöður mælinga sem voru gerðar veturinn 2009/2010 eru birtar í myrkurkorti af Reykjavík og nágrannabyggðum. Eftir kortinu og öðrum gögnum er hægt að meta hve mikil ljósmengun ríkir hér á þéttbýlasta svæði landsins.

  • Útdráttur er á ensku

    Light pollution is a modern day environmental problem on a global scale. In many countries this type of pollution is restricted by laws or regulations due to alteration of darkness and negative side-effects on ecosystems and animals. Complicating the picture, light pollution is directly related to artificial illumination on various scales, from road lighting to large cities, which has without doubts enhanced quality of life for most people. This essay focuses on the distribution of the sky glow above Reykjavík and its suburbs. Results of sky quality measurements from the winter of 2009/2010 are introduced. The aim of the project was to answer fundamental questions about distribution of the sky glow and quantify the altered night sky. Mapping with GIS software gives a thematic graphical overview of the distribution of light pollution in this most densely populated area in Iceland.

Samþykkt: 
  • 11.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8485


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Myrkurkort_SG.pdf1.55 MBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna