en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8487

Title: 
 • Title is in Icelandic Um kynslóðamun í íslensku táknmáli. Rannsókn á kynslóðabundnum málfarsmun í íslensku táknmáli
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari ritgerð er fjallað um það hvort kynslóðabundinn munur sé á málfari heyrnarlausra á Íslandi.
  Í upphafi er rætt um kenningar um tilbrigði í tungumálum. Þar er fjallað um tilbrigði sem finnast bæði í raddmálum og táknmálum, auk þess sem ástæður þessara tilbrigða eru ræddar. Meðal annars er fjallað um málfélagsleg tilbrigði auk þess sem rætt er um þær félagslegu takmarkanir sem geta stuðlað að og haft áhrif á tilbrigði máls. Kyn, aldur, félagsleg staða, menntun, svæðaskipting, bakgrunnnur einstaklinga og þjóðerni hafa verið viðfangsefni ýmissa rannsókna um málfélagsleg tilbrigði. Einnig er rætt um þróun tákna úr stakhandartáknum yfir í tvíhandatákn auk þess sem tilbrigði á milli ólíkra táknmála eru rædd.
  Farið er yfir sögu menntunar heyrnarlausra hér á landi vegna þess að líklegt þykir að kynslóðabundinn málfarsmunur heyrnarlausra hér á landi stafi meðal annars af ólíkri menntun sem einstaklingar fengu í uppvexti sínum. Þar er fjallað um mismunandi kennslustefnur sem voru við lýði hverju sinni og sagt frá hvernig kennslustefnur þróuðust frá óralstefnu, þar sem táknmál var bannað, yfir í tvítyngisstefnu, þar sem áhersla er lögð á að einstaklingar verði jafnvígir í íslensku og íslensku táknmáli.
  Því næst er rætt um rannsókn höfundar á kynslóðabundnum mun í íslensku táknmáli. Þar er greint frá því hvernig rannsóknin fór fram og hverjar niðurstöður hennar eru. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að þó nokkur málfarsmunur sé á milli kynslóða í samfélagi heyrnarlausra á Íslandi. Munurinn er að sjálfsögðu mismikill eftir táknum eins og gengur og gerist í öllum tungumálum, bæði táknmálum sem og raddmálum. Oft og tíðum er það einungis eitt tákn sem ein kynslóðin notar sem hinar nota ekki og þá er talað um kynslóðamun að einhverju leyti. Munur getur einnig verið einstaklingsbundinn og þó svo að munur sé á málfari eftir kynslóðum getur einnig verið einstaklingsmunur innan hverrar kynslóðar. Oft og tíðum var mestur munur á milli yngstu og elstu kynslóðarinnar og mætti eflaust útskýra þann mun með menntunarbakgrunn viðmælenda í huga því að kennsluaðferðir og kennslustefnur í kennslu heyrnarlausra hafa breyst mikið í gegnum tíðina.
  Í lokin er rætt um það hversu mikilvægar rannsóknir á þessu sviði eru fyrir sögu máls og menningar í samfélagi heyrnarlausra og þá nauðsyn að halda slíkum rannsóknum áfram.

Accepted: 
 • May 11, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8487


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
B.A. - Rannsókn á kynslóðamismun í ÍTM.pdf751.7 kBOpenHeildartextiPDFView/Open