is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8488

Titill: 
 • Áhrif samkeppni á væntingar og skynjun
Útgáfa: 
 • Apríl 2011
Útdráttur: 
 • Í rannsókninni er unnið út frá rannsóknarspurningunni „Hvaða áhrif hefur samkeppni á væntingar til þjónustuatriða og skynjun á veittri þjónustu?“ Unnið er með gögn úr þjónustumælingum Háskóla Íslands árin 2005 til 2010, alls 5.536 mælingar. Við greiningu er svarendum skipt í tvo hópa, samkeppnisdeildir og aðrir. Varðandi skilgreiningu á samkeppnisdeildum er byggt á stefnumótunarvinnu Háskóla Íslands 2005-2011 en þar kemur fram að Lagadeild, Viðskipta- og hagfræðideild og Verkfræðideild séu þær deildir sem eru í hvað mestri beinni samkeppni.
  Niðurstöður benda til þess að ekki sé verulegur munur á væntingum eftir því hvort nemandi stundar nám í svokölluðum samkeppnisdeildum eða ekki. Þó telja nemendur samkeppnisdeilda félagslífið mikilvægara en nemendur í öðrum deildum. Nemendur í öðrum deildum en samkeppnisdeildum leggja hins vegar meiri áherslu á að fá tækifæri til að stunda rannsóknir, að framkoma starfsfólks beri vott um fagmennsku, að gögn um þjónustu deildarinnar séu aðlaðandi í útliti, að þjónustan sé skilvirk, að starfsfólk sýni kurteisi, að nemendur fái persónulega þjónustu og að starfsfólk sé vingjarnlegt í viðmóti. Nemendur annarra deilda gera því mun oftar meiri kröfur en nemendur samkeppnisdeilda. Þetta er öfugt við fyrri niðurstöður þar sem fram kemur að samkeppni hafi gjarnan þau áhrif að kröfur aukast.
  Hvað skynjun á veittri þjónustu varðar kemur fram að nemendur samkeppnisdeilda eru ánægðari með félagslífið og hve aðlaðandi gögn um þjónustu deildarinnar eru. Nemendur annarra deilda eru hinsvegar ánægðari með tækifæri til að koma að rannsóknum, eru ánægðari með húsnæðið og eru ánægðari með þá persónulegu þjónustu sem kennarar veita.
  Útreikningur á svokölluðum gaps-gildum sýnir að summa þeirra fyrir samkeppisdeildirnar er -10,18 en -10,19 fyrir aðrar deildir. Munurinn liggur því ekki í því að annar hópurinn sé óánægðari en hinn heldur miklu frekar í því að áherslur séu mismunandi milli deilda. Þessi niðurstaða bendir til þess að aukin samkeppni hafi ekki þau áhrif að draga úr umburðarlyndi eins og gjarnan er gengið út frá í fyrri rannsóknum. Hér þarf þó að hafa þann fyrirvara á að vera kann að endurskoða þurfi skilgreiningu samkeppnisdeilda frá því sem hér er gert en það má t.d. gera með klasagreiningu.

Birtist í: 
 • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 13. apríl 2011
ISSN: 
 • 1670-8288
ISBN: 
 • 978-9979-9933-2-2
Samþykkt: 
 • 11.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8488


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1.Ahrif_samkeppni_a_vaentingar_Thorhallur.pdf380.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna