is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8489

Titill: 
  • Markaðshneigðar aðferðir við lagfærslu þjónustufalls á íslenskum hótelum
Útgáfa: 
  • Apríl 2011
Útdráttur: 
  • Í greininni er fjallað um með hvaða hætti er hægt að auka þjónustugæði fyrirtækja og í kjölfarið árangur þeirra með því að beita aðferðum markaðshneigðar við lagfærslu þjónustufalls. Leitað var svara við því hversu markvisst sé unnið í samræmi við áherslur markaðshneigðar við lagfærslu þjónustufalls á íslenskum hótelum. 54 stjórnendur hótela svöruðu spurningalista þar sem þeir tóku afstöðu til ýmissa fullyrðinga varðandi lagfærslu þjónustufalls. Niðurstöður benda til þess að stjórnendur, sér í lagi á stærri hótelum sem eru hluti af keðju, leggi áherslu á lagfærslu þjónustufalls þó almennt sé ekki unnið á markvissan hátt í samræmi við áherslur markaðshneigðar. Þar vantar fyrst og fremst upp á víðtæka söfnun upplýsinga, sem er safnað á markvissan hátt í þeim tilgangi að bæta þjónustuferlið. Því má segja að á íslenskum hótelum sé að mörgu leiti staðið vel að lagfærslu þjónustufalls en á flestum stöðum er hægt að gera betur með því að tileinka sér í ríkara mæli aðferðir markaðshneigðar við söfnun, miðlun og viðbrögð við upplýsingum.

Birtist í: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 13. apríl 2011
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-2-2
Samþykkt: 
  • 11.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8489


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2.Markadshneigdar_adferdir_Audur.pdf291.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna