is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8490

Titill: 
  • „Við áhrif frá hinni gömlu, þjóðlegu list fann ég sjálfan mig.“ Endursköpun hefðarinnar í útskurði Ríkarðs Jónssonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um hvernig endursköpun hefðar birtast í tréskurðarverkum Ríkarðs Jónssonar. Ríkarður Jónson var afkastamikill listamaður sem tileinkaði sér nokkur form listgerðar, líkt og höggmyndagerð, teikningu og útskurð. Eftir hann liggja fjölda mörg verk sem eru að finna víðsvegar um land allt sem og erlendis, hvort sem það sé í formi opinberra verka eða í einkaeign.
    Farið yfir kenningar breska fræðimannsins Eric Hobsbawms sem birtust í bókinni Inventing tradition árið 1983. Mun ég leitast við að færa þær yfir á útskurðarverk Ríkarðs sem og íslenskt samfélag í byrjun síðustu aldar. Farið verður yfir áhrifavalda og þróun listamannsins á tímum sjálfstæðisbaráttu og hvernig áhrif hennar komu fram með sögulegu afturhvarfi í verkum hans.
    Greind verða þrjú útskurðarverk eftir Ríkarð þar sem farið verður yfir hvernig þjóðleg tákn koma fram í verkunum. Einnig verður fjallað ítarlega um rannsóknir hans á höfðaletri sem fóru fram á þriðja áratug síðustu aldar sem annarra sem einnig hafa rannsakað höfðaletrið til hlítar. Varpað verður ljósi á hver notkun höfðaleturs var í verkum hans.

Samþykkt: 
  • 12.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8490


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rikardur Jonsson.pdf2.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna