is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8496

Titill: 
  • Áhrif framsetningar skilaboða á fullvissu viðhorfs með hliðsjón af hlutdrægni umfjallanda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa bent til þess að framsetning skilaboða geti haft áhrif á fullvissu viðhorfs. Framsetning er ýmist einhliða eða tvíhliða. Einhliða framsetning bendir til þess að einungis hafi verið tekið tillit til jákvæðra eiginleika umræðuefnisins en tvíhliða framsetning til þess að tekið hafi verið tillit til bæði jákvæðra og neikvæðra eiginleika þess. Fullvissa viðhorfs vísar til þess hversu mikla sannfæringu einstaklingur hefur gagnvart skoðun sinni. Sýnt hefur verið fram á mikilvægi fullvissu viðhorfs við myndun hegðunaráforma. Markmið rannsóknarinnar var að athuga tengsl framsetningar skilaboða og fullvissu viðhorfs með hliðsjón af trúverðugleika umfjallanda. Útbúin var auglýsing þar sem umfjallandi var annað hvort Neytendablaðið eða auglýsandi. Framsetning skilaboðana var ýmist einhliða eða tvíhliða. Nemendur við Háskóla Íslands svöruðu spurningalista um viðhorf sín gagnvart vörunni. Tilgátur rannsóknarinnar voru fjórar. Tilgáta 1 var að framsetning skilaboða hefði áhrif á fullvissu viðhorfs. Tilgáta 2 var að áhrif framsetningar skilboða á fullvissu viðhorfs væru háð mati þátttakanda á eigin þekkingu. Tilgáta 3 var að samband framsetningar skilaboða og hegðunaráforma væri háð miðlandi áhrifum fullvissu viðhorfs. Tilgáta 4 var að trúverðugleiki umfjallanda hefði jákvæð áhrif á samband framsetingar skilaboða og fullvissu viðhorfs. Tilgátur voru ekki studdar. Skýring þess liggur líklega í vanköntum við gerð auglýsingarinnar, einna helst í inntaki og framsetningu hennar. Einnig er mögulegt að áhugaleysi þátttakenda hafi haft áhrif á niðurstöður.

Samþykkt: 
  • 13.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8496


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð.pdf425.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna