Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8501
Í þessari ritgerð verða kynntar niðurstöður á rannsókn sem gerð var um gildi þess að ferðast um eigið land. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort að ungir Íslendingar séu nýta sér Ísland sem ferðamannastað. Einnig var leitast eftir því að kanna hver ástæðan sé eð baki hverju ferðalagi og hvað er það sem leitast er eftir þegar ákvörðun um að fara í ferðalag er tekin. Aðdráttaröflin voru skoðuð í ljósi þess að sjá hver af þeim, svarendur töldu vera mikilvægust. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð þar sem spurningarlisti sem spannar viðfangsefnið var lagður fyrir unga Íslendinga á aldrinum 18 til 35 ára.
Helstu niðurstöður voru þær að ungir Íslendingar eru að nýta landið sem ferðamannastað og er megin ástæðan fyrir ferðalögum þeirra að heimsækja vini eða ættingja sem tengist leitinni að upprunaleikanum sem felst í styrkingu sjálfsmyndarinnar. Það sem Íslendingarnir eru helst að leitast eftir á ferðalögum sínum er að sjá/gera eitthvað nýtt eða fara oftast á sama stað. Aðdráttaröflin skipta miklu máli þegar kemur að ferðalögum ungra Íslendinga um eigið land en helst ber að nefna veðrið og landslagið. Rannsakandi telur að rannsókn sem þessi eigi rétt á sér en í framhaldi af þessari rannsókn væri vert að taka fyrir eigindlega aðferða sem byggir á djúpviðtölum við unga Íslendinga þar sem hægt væri að kafa dýpra í gildin.
Lykilorð: sjálfsmynd, aðdráttaröfl, gildi þess að ferðast, flokkun ferðamanna, heimsókn til vina eða ættingja.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ísland er land mitt - Gildi ungra Íslendinga að ferðast um eigið land.pdf | 762.36 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |