en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8503

Title: 
  • Title is in Icelandic Að fatlast á lífsleiðinni. Upplifun og reynsla sjö kvenna af því að hafa orðið fatlaðar á lífsleiðinni í kjölfar sjúkdóma eða slysa
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ritgerðin fjallar um reynslu kvenna af því að hafa orðið fatlaðar á lífsleiðinni í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Viðbrögð þeirra og upplifun af því að fatlast voru könnuð og einnig hverjar helstu breytingarnar urðu á lífi þeirra og sjálfsskilningi. Við framkvæmd rannsóknarinnar var notast við eigindlega rannsóknaraðferð. Notuð voru opin viðtöl sem fóru fram á tímabilinu september til desember 2010. Talað var við sjö konur á aldrinum 41- 61 árs sem höfðu fatlast á aldrinum 13 til 46 ára. Þær voru því á mismunandi stöðum í lífinu hvað varðar menntun, félagslega stöðu, fjölskyldu og atvinnu, þegar þær urðu fyrir slysi eða varar við sjúkdómseinkenni.
    Upplifun þeirra af því að verða fatlaðar og þeim breytingum sem urðu á lífi þeirra var mjög ólík. Margir þættir hafa þar áhrif, líkt og hve mikil skerðing þeirra var, hvar þær voru staddar í lífinu sem og þær fyrirfram mótuðu hugmyndir sem þær höfðu af fötluðu fólki og lífi þess. Auk þessara þátta höfðu viðbrögð og viðhorf annarra við sýnileika fötlunar þeirra mikil áhrif á sjálfsskilninginn. Það að þurfa að hætta að vinna hafði einnig neikvæð áhrif á hvernig þær sjá sig. Það sem að þeirra mati hafði mest áhrif á sjálfsskilninginn var að geta ekki gert allt sem þær gátu og gerðu áður.

Accepted: 
  • May 13, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8503


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Að fatlast á lífsleiðinni.pdf725.15 kBOpenHeildartextiPDFView/Open