is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8512

Titill: 
  • Verslun ferðamanna á íslenskri fatahönnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í miðbæ Reykjavíkur má finna gnótt af verslunum sem selja íslenska fatahönnun. Þessar verslanir eru vel sóttar af ferðamönnum sem sækja í íslenskan hönnunarfatnað. Verslun er vissulega stór hluti af upplifun ferðamanna. Það er hins vegar aðeins nýlega sem verslun hefur vakið athygli fræðimanna sem aðdráttarafl áfangastaða og hvati að ferðalögum. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á verslun ferðamanna á íslenskri fatahönnun. Rannsóknin var unnin eftir eigindlegri aðferðafræði og tekin voru viðtöl við sex aðila. Áhersla var lögð á það að rýna í viðhorf og upplifun íslenskra fatahönnuða og fleiri aðila sem tengjast viðfangsefninu. Helstu niðurstöður eru þær að ferðamenn sem versla íslenska fatahönnun koma hingað í öðrum megintilgangi og verslunin er afþreying sem stunduð er samhliða. Það hefur mikið tilfinningagildi fyrir ferðamenn að versla íslenskar hönnunarvörur vegna tengingar þeirra við íslenska menningararfinn. Menningararfurinn birtist á ýmsan hátt í íslenskri fatahönnun, þar sem sótt er í gamlar hefðir, landslag og menningu, það sem þykir sérkennandi fyrir Ísland. Íslenskir fatahönnuðir eru ungir í hinum stóra hönnunarheimi og Ísland ekki komið á heimskort fatahönnunar. Það er fyrst og fremst kostnaður sem stendur í vegi fyrir íslenska fatahönnuði að koma hönnun sinni á framfæri. Mikilvægt er að gera Ísland að verðugum viðkomustað fyrir ferðamenn í verslunarhugleiðingum og ekki síður þeim hópi ferðamanna sem hafa mikinn áhuga á fatahönnun.

Samþykkt: 
  • 16.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8512


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verslun_ferdamanna_a_ islenskri_fatahonnun.pdf431.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna