Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8520
Markmið þessarar rannsóknarritgerðar er að varpa ljósi á umræðu um félagsráðgjöf og eftir félagsráðgjafa í dagblöðum á tímabilinu 2007 til júlí 2010. Áhersluþættir rannsóknarinnar voru að skoða hvort munur væri á skrifum um félagsráðgjöf og eftir félagsráðgjafa í dagblöðum, hvort umfjöllunin væri jákvæð eða neikvæð og að hve miklu leiti félagsráðgjafar væru að sinna talsmannshlutverki sínu sem kveðið er á um í 16. grein siðareglna félagsráðgjafa. Notast var við fyrirliggjandi gögn sem safnað var saman af Fjölmiðlavaktinni fyrir Félagsráðgjafafélag Íslands. Gögnin innihéldu allar blaðagreinar sem birtust á umræddu tímabili sem höfðu að geyma leitar-/lykilorðið félagsráðgjöf. Fjallað er um siðareglur félagsráðgjafa almennt og sérstaklega um talsmannshlutverkið. Einnig eru sambærilegar erlendar rannsóknir reifaðar. Helstu niðurstöður eru að ekki virðist teljandi munur er á skrifum um eða eftir félagsráðgjafa sem birtust á umræddu tímabili í dagblöðum á Íslandi. Umfjöllunin um skiptist í tvo megin flokka. Annars vegar jákvæða umfjöllun en það var meirihluti umfjöllunar eða 50% sem hafnaði í þeim flokki. Hins vegar er það hlutlaus umfjöllun sem var 43% allra umfjallana. Einungis 7% umræðunnar taldist neikvæð. Rannsóknin leiddi í ljós að einungis 7% félagsráðgjafa hafa tekið þátt í umræðunni hvort sem er með aðsendum greinum eða viðtölum í þeim dagblöðum er voru í úrtaki rannsóknar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sigurjon_Arnason_BA_ritgerd.pdf | 698.44 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |