is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8526

Titill: 
  • Í viðskiptum með vísindahugsun. Líftækni á Íslandi
Útgáfa: 
  • Apríl 2011
Útdráttur: 
  • Líftækni (biotechnology) varð til sem iðnaður á seinni hluta tuttugustu aldarinnar og er óvenjuleg að því leyti að hún þróaðist sem iðnaður innan háskólasamfélagsins og akademískir vísindamenn tóku virkan þátt í uppbyggingu líftæknifyrirtækja. Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar byggir á kenningum um skoðanakerfi (institutional logics) sem eru grein innan nýju stofnanakenninganna (new institutional theory). Kenningar um skoðanakerfi fjalla um hvernig ólík (andstæð) skoðanakerfi hafa áhrif á skipulag. Með tilkomu líftækniiðnaðar sameinast skoðanakerfi akademískra rannsókna og viðskipta og í kjölfarið eru háskólasamfélagið og einkageirinn, áður aðskildar stofnanir, talin hafa færst nær hvort öðru og skoðanakerfin blandast. Rannsóknin fór fram með eigindlegum viðtölum og leitast var við að greina skoðanakerfi í líftækniiðnaði á Íslandi. Niðurstöðurnar benda til minni samleitni milli akademíu og einkageira hér á landi en annars staðar.

Birtist í: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 13. apríl 2011
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-2-2
Samþykkt: 
  • 16.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8526


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
6.Visindahugsun_Bjargey_Margret.pdf250.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna