en English is Íslenska

Article University of Iceland > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8528

Title: 
  • is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?
Published: 
  • April 2011
Abstract: 
  • is

    Erlendar rannsóknir meðal markaðsstjóra gefa til kynna að mikilvægasta hæfnin í þeirra starfi sé að geta tjáð sig í ræðu og riti, hæfni í mannlegum samskiptum, stefnumiðaðri markaðsáætlanagerð og innleiðingu hennar, hnattrænni markaðsfærslu og stjórnun tengsla. Til þess að kanna alhæfingargildi niðurstaða þessara rannsókna ákváðu höfundar þessarar greinar að gera rannsókn meðal markaðsstjóra á Íslandi en engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi áður ef frá er talin rannsókn Friðriks Eysteinssonar og Þórhalls Guðlaugssonar (2010) meðal markaðsstjóra smásölufyrirtækja. Leitast var við að svara rannsóknarspurningunni „Hvaða hæfni telja íslenskir markaðsstjórar að þeir þurfi að hafa til að bera til að ná árangri í starfi“. Eigindlegri aðferðafræði var beitt. Viðtöl voru tekin við markaðsstjóra í 10 af 100 stærstu fyrirtækjum landsins. Helstu niðurstöður voru þær að markaðsstjórarnir telja almenna stjórnendafærni svo sem færni í tjáningu og mannlegum samskiptum og verkefnastjórnun skipta mestu máli í starfi markaðsstjóra og vera forsendu þess að ná góðum árangri. Hvað markaðslegu hæfnina varðar taldist hæfni í stefnumiðaðri markaðsáætlanagerð og innleiðing hennar mjög mikilvæg en ekki hæfni í hnattrænni markaðsfærslu. Að síðustu töldu markaðsstjórarnir að þekking á fjárhagsbókhaldi væri mjög mikilvæg til framtíðar.

Citation: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 13. apríl 2011
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-2-2
Accepted: 
  • May 16, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8528


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
9.Hva_thurfa_markadsstjorar_ad_kunna_Erna_Fridrik.pdf224.35 kBOpenHeildartextiPDFView/Open