is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8529

Titill: 
  • Mikilvægi vörumerkja eftir vöruflokkum
Útgáfa: 
  • Apríl 2011
Útdráttur: 
  • Talsvert hefur verið fjallað um vörumerkjavirði tiltekinna vörumerkja en lítil áhersla verið lögð á að rannsaka mikilvægi vörumerkja eftir vöruflokkum. Til að mynda hvort það reynist jafn árangursríkt að beita aðferðum vörumerkjafræðanna á bjórtegund annars vegar eða á bréfþurrkutegund hins vegar. Slíkar upplýsingar eru afar mikilvægar fyrir stjórnendur þegar kemur að ákvarðanatöku varðandi vörumerki. Í þeirri rannsókn sem hér verður til umfjöllunar verður reynt að varpa ljósi á hversu mikilvæg vörumerki eru í huga viðskiptavina þegar kemur að kaupum í mismunandi vöruflokkum. Leitast verður við að sýna fram á þetta mismunandi vægi með því að svara rannsóknarspurningunni, „Hversu mikilvæg eru vörumerki eftir vöruflokkum þegar kemur að ákvarðanatöku neytenda?“
    Hluti mælitækisins BRiC, sem mælir mikilvægi vörumerkja í ákvarðanatöku neytenda eftir vöruflokkum, var lagður fyrir fólk í þægindaúrtaki sem samanstendur af nemendum Háskóla Íslands.Helstu niðurstöður voru þær að vörumerki eru mikilvægust þegar um varanlegar neysluvörur er að ræða en skipta minnstu máli í smásölu. Ef einstakir vöruflokkar eru skoðaðir sést að vörumerki eru mikilvægust í einkatölvum, millistórum farartækjum, sjónvörpum, áætlunarflugi, farsímum, hraðsendingum og farsímaþjónustu en minnst mikilvæg í bréfþurrkum og lyfjaverslun.

Birtist í: 
  • Vorráðstefna 2011
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-2-2
Samþykkt: 
  • 16.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8529


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
10.Mikilvaegi_vorumerkja_Sigridur_Fridrik.pdf237.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna