Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8530
Einstaklingar með tvíþátta geðsjúkdóm uppskera að jafnaði minni árangur af bæði geðmeðferð og vímuefnameðferð en aðrir sjúklingar sem gangast undir slíka meðferð. Í gegnum árin hafa skil verið á milli meðferðar á geðsjúkdómum og fíknisjúkdómum. Það hefur leitt af sér tvö ólík meðferðarkerfi sem veita sitt hvora þjónustuna fyrir hvora sjúkdómsröskunina. Í samantektinni er skoðað hvers vegna einstaklingar með tvíþátta geðsjúkdóm ráða ekki við vímuefnameðferð nema unnið sé á geðrænum einkennum samhliða. Á sama hátt er skoðað hvers vegna þeir ráða ekki við geðmeðferð nema fá vímuefnameðferð samhliða. Þá er reynt að sýna fram á að tvíþátta geðgreining kallar á samþættingu meðferðanna.
Heimildir fyrir þessa samantekt eru fengnar úr gagnagrunnum á borð við Scopus og PubMed. Einnig er stuðst við fræðirit sem hafa verið skrifuð um þetta efni. Í samantektinni er varpað ljósi á ýmsa algenga fylgikvilla eins og persónuleikaraskanir og smitsjúkdóma í gegnum nálasprautur. Þá er greind há tíðni bágborinna félagsaðstæðna á meðal einstaklinga með tvíþátta geðsjúkdóm. Einnig er sýnt fram á að til þess að meðferð skili árangri er samþætting á læknisfræðilegum, sálfræðilegum, félagslegum (og eftir tilvikum lagalegum) úrræðum nauðsynleg. Þessar flóknu aðstæður gera þarfir einstaklinga með tvíþátta geðsjúkdóm krefjandi á köflum.
Lykilorð: tvíþátta geðsjúkdómur, vímuefnafíkn, geðröskun, andfélagsleg persónuleikaröskun, jaðarpersónuleikaröskun
Clients with dual diagnosis have had poorer outcomes from psychiatric treatments and drug rehabilitations. Through the years there has been a divison between treatments for psychiatric disorder and substance abuse disorder. This has caused two different treatment-systems each with its own ideology for each disorder. This review examines why dually diagnosed clients cannot handle traditional rehabilitation unless psychiatric syndromes are integratedly treated. Likewise, it is examined why they have difficulty handling psychiatric programs unless being integratedly treated for their substance abuse disorder. Attempts are made to demonstrate how dual diagnosis calls for integration of both treatment.
The references were collected for such databases as Scopus and PubMed. Literature that exists on the subject was also used. The review shows that dual diagnosis is associated with various other common complications, such as antisocial and borderline personality disorders and infectious diseases transmitted through dirty needles. Evidence of higher levels of social exclusion among dually diagnosed clients is also presented. The review demonstates that for treatment to be successful there has to be an integration of medical, psychological, social (and when necessary legal) resorts. These complicated scenarios make the special needs of dually diagnosed clients at times challenging.
Keywords: dual diagnosis, substance abuse disorder, psychiatric disorder, antisocial personality disorder, borderline personality disorder
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Valur Þór.pdf | 342.72 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |