Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8535
Árstíðasveiflur í ferðaþjónustu er þekkt fyrirbæri í heiminum og þá sérstaklega á norðurhveli jarðar. Ísland er engin undantekning hvað það varðar en samkvæmt könnunum Ferðamálastofu koma flestir ferðamenn til Íslands yfir sumartímann. Náttúra Íslands hefur verið aðalaðdráttarafl erlendra ferðamanna sem heimsækja landið en lítill hluti ferðast vegna menningar og sögu landsins. Markmið með rannsókn þessari er að kanna hvort möguleiki sé að dreifa árstíðabundinni eftirspurn ferðaþjónustunnar með menningarviðburðum í Reykjavík. Markmið er einnig að skoða hversu mikil áhersla er lögð á markaðssetningu menningarviðburða erlendis og hvort að grundvöllur sé fyrir því að auka menningarviðburði á veturna. Niðurstöðurnar byggjast á viðtölum við sjö aðila sem koma með einum eða öðrum hætti að menningu, menningarviðburðum eða ferðaþjónustu.
Helstu niðurstöður sýna að almennt er framboð menningarviðburða gott í Reykjavík. Þó eru flestir menningarviðburðir á háanna- og jaðartímanum og því grundvöllur að efla framboð yfir vetrartímann. Markaðssetningu menningarviðburða er markvisst komið til skila erlendis en áhersla hefur verið að kynna þá fyrst og fremst fyrir heimamönnum. Það hefur sýnt sig að þátttaka heimamanna sé lykillinn að velgengni menningarviðburða og því ekki raunhæft að fara af stað með menningarviðburði einungis með því markmiði að laða að ferðamenn. Það gæti hinsvegar haft áhrif á komur ferðamanna og að þeir velji ferðalagið á öðrum tíma ef eitthvað er um að vera. Það er því möguleiki að fara þessa leið til að lengja ferðamannatímabilið en það þarf að vera í góðri samvinnu við aðila innan menningar, og ferðaþjónustu og lykilaðila í markaðssetningu.
Seasonal demand in the tourism industry is a well-known phenomenon in the world, especially in the peripheral areas. Iceland is no exception for that matter but according to the Icelandic Tourism Board most visitors travel to Iceland during the summertime. Icelandic nature has been the main tourism attraction for foreign tourists but a small amount of visitors travel to Iceland for the history and culture. The main goal of this research is to find out if there is possibility to distribute seasonal demand in tourism with cultural events in Reykjavík. As well to see how much emphasis are put in marketing cultural events abroad and if there is basis to increase cultural events in the low season. The results are based on seven interviews with people that are involved in one way or another in culture, cultural events or the tourism industry.
The main results indicate that the supply of cultural events is very good in Reykjavík. Although most of the cultural events are within the high- and shoulder season, therefore there is good basis to increase cultural events in the winter. Emphasis is put in marketing cultural events abroad although the cultural events are mainly held for the local community. It has been shown that the local participation has a great impact on the success of cultural events and it is not practical to create cultural events only to attract tourists. However, it can possibly influence tourist to come, if something is going on in Reykjavík. By increasing cultural events in the low season it is possible to attract more tourist and conceivably lengthen the tourist season if it’s properly done, but it has to be in good cooperation with people within the culture, tourism industry and prominent marketing talent.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Eva Dögg.pdf | 399,73 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |