en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8536

Title: 
 • Title is in Icelandic Vímuefnaneysla á meðgöngu. Áhrif á fóstur og nýbura
Submitted: 
 • June 2011
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Neysla vímuefna hefur farið vaxandi um allan heim. Neyslan getur verið mikil byrði fyrir einstaklinga og samfélög og takmarkast ekki við landamæri, landsvæði, samfélög eða stéttir. Það á einnig við um þungaðar konur. Vímuefnanotkun þeirra er margþætt, stórt og stigvaxandi vandamál. Vímuefnin hafa víðtæk áhrif á líkamann og fara öll yfir fylgju og geta haft skaðleg áhrif á fóstur og nýbura.
  Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar er að skapa yfirlit yfir þá þekkingu sem til er um vímuefnaneyslu á meðgöngu.Við heimildaleit voru notuð eftirfarandi leitarorð: fíkn, tíðni vímuefnaneyslu, lífeðlisfræðileg áhrif kannabis, amfetamíns, kókaíns og ópíum og áhrif þeirra á fóstur og nýbura. Einnig var viðhorf heilbrigðisstétta til þungaðra kvenna í vímuefnaneyslu skoðað sem og stuðningsþarfir þeirra.
  Niðurstöður úttektarinnar sýndu að öll vímuefnin geta dregið úr vexti fósturs, stytt meðgöngu og valdið öðrum alvarlegum afleiðingum. Ljóst er að þungaðar konur í vímuefnaneyslu þurfa mikinn stuðning á meðgöngunni og æskilegt er að þverfaglegt teymi sinni þeirra málum. Eftirlit með þessum konum er krefjandi viðfangsefni og grundvöllur fyrir árangursríkri samvinnu þeirra og fagfólks felst í samskiptum sem byggjast á trausti, virðingu og jákvæðu hugarfari.
  Lykilorð: vímuefnaneysla, meðganga, fóstur, nýburi, umönnun

 • Substance abuse has increased worldwide and has crossed social, economic and geographic borders. Substance abuse causes a significant burden to individuals and societies throughout the world which also includes pregnant women. Their substance abuse is a complex and gradual problem. The drugs have global effects on the human body as well as across the placenta which can cause serious effects on fetuses and neonates.
  The purpose of this academic audit is to provide an overview of the existing knowledge on drug abuse during pregnancy. During the literature search the following keywords were used: addiction, the prevalence of substance abuse, physiological effects of cannabis, amphetamine, cocaine and opium, and their effects on fetuses and neonates. At last the health care worker's attitude towards substance abusing pregnant women was reviewed as well as their support needs.
  The audit findings showed that cannabis, amphetamine, cocaine and opium can decrease the fetus growth, gestational age and can cause others serious effects. Drug using pregnant women need great support during pregnancy and require interdisciplinary care that addresses all of their problems. Maternal care for these women is a challenging subject and requires interaction based on trust, respect and non-judgemental approach.
  Keywords: drug abuse, pregnancy, fetus, neonatal, care

Accepted: 
 • May 17, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8536


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Berglind Þöll Heimisdóttir og Guðrún María Þorbjörnsdóttir.pdf301.23 kBOpenHeildartextiPDFView/Open