is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8539

Titill: 
 • Regluleg líkamsþjálfun og færni aldraðra í daglegum athöfnum. Samanburður á fólki sem stundar styrkþjálfun og því sem stundar vatnsþjálfun
 • Titill er á ensku Regular physical activity and functional ability of elderly people in daily activities. Comparison of people that practice strength training and those who practice hydrotherapy
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Mikilvægt er að fólk búi yfir góðri færni fram eftir aldri til að geta lifað sjálfstætt, sinnt daglegum athöfnum og notið sem mestra lífsgæða. Of mikil kyrrseta er talin einn mesti áhrifaþáttur færniskerðingar aldraðra. Því er mikilvægt að eldra fólk stundi einhvers konar þjálfun frameftir aldri til þess að viðhalda færni en margar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif reglulegrar líkamlegrar þjálfunar á færni aldraðra.
  Tilgangur: Tilgangur rannsóknar er að kanna áhrif mismunandi þjálfunarforma, styrkþjálfunar og vatnsþjálfunar, sem getur gefið vísbendingu um hvers konar form þjálfunar hentar best með tilliti til færni aldraðra í daglegum athöfnum.
  Aðferð: Þátttakendur rannsóknar var fólk á aldrinum 60-88 ára, sem annað hvort stundaði styrkþjálfun í tækjasal eða vatnsþjálfun. Haft var samband við forsvarsmenn þriggja æfingahópa, tveggja vatnsþjálfunarhópa og eins styrkþjálfunarhóps, og rannsóknin kynnt þeim stuttlega. Lögð voru þrjú færnipróf og einn spurningarlisti fyrir þátttakendur, það er sex mínútna göngupróf, seiling, standa/setjast og A-Ö jafnvægiskvarðinn. Meðaltöl af árangri færniprófa milli þjálfunarhópa voru síðan borin saman.
  Niðurstöður: Samanburður á vatnsþjálfun og styrkþjálfun aldraðra í þessari rannsókn sýndi ekki marktækan mun á færni en ekkert færniprófanna sýndi marktækan mun milli þjálfunarhópa.
  Ályktun: Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna þar sem bornar voru saman mismunandi þjálfunarform út frá færni aldraðra, sem styrkir enn frekar þann grun að þessi tvö þjálfunarform hafi svipuð áhrif.

 • Útdráttur er á ensku

  It is important for people to possess good functional ability in their old age in order to maintain independence, the ability to perform their daily activities, and to live healthily. Being too sedentary is considered to be one of the most significant factors of functional impairment in elderly people. Many studies have shown a positive effect of physical activities on functional ability among older adults. Therefore, it is important for older people to stay physically active to maintain good functional ability.
  Purpose: The purpose of this study is to examine and investigate the effects of two different types of training: strength training and hydrotherapy. These training methods may give us an insight into which kind of training best suits elderly people when considering functional ability.
  Method: Participants in the study were people aged 60 to 88 years old, who either practiced strength training or hydrotherapy. Representatives of three different training groups were contacted and the study was presented to them. These groups included two hydrotherapy groups and one strength training group. Participants performed three functional tests and a questionnaire. The first one was a six minute walking test, functional reach test, sit-to-stand (repeated 10 times), and finally the ABC scale. Then the mean outcomes between the groups were compared.
  Results: A comparison of hydrotherapy and strength training with the elderly did not show a significant difference in function. None of the functional tests showed a significant difference between the training groups.
  Conclusion: According to previous studies that have compared the effects of different types of training for older adults, these test results are very similar. This strengthens the presentiment that the effects of these two training types are similar.

Samþykkt: 
 • 17.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8539


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS í sjúkraþjálfun. Regluleg líkamsþjálfun og færni aldraðra í daglegum athöfnum..pdf791.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna