en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8544

Title: 
  • Title is in Icelandic Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar kennaramatsútgáfu SDQ: Endurbætt útgáfa
Submitted: 
  • June 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið rannsóknarinnar var að athuga þáttabyggingu og aðra próffræðilega eiginleika endurbættrar íslenskrar útgáfu breska spurningalistans Strengths and Difficulties Questionnaire (SDQ) sem hefur hlotið nafnið spurningar um styrk og vanda á íslensku. SDQ er atferlislisti sem ætlað er að meta hegðun, tilfinningalíðan og félagshæfni barna og unglinga. Listinn er til í þremur útgáfum fyrir foreldra og kennara 4-16 ára barna og sjálfsmatslisti fyrir unglinga frá 11-16 ára. Listinn hefur náð miklum vinsældum vegna þess að hann spyr bæði um styrk og vanda og er auðveldur í notkun. Kennaraútgáfa SDQ listans var skoðuð en þátttakendur voru leikskólakennarar barna sem voru fædd árið 2005 og því á sjötta aldursári. Leikskólakennararnir skiluðu inn matslista fyrir 224 börn þar af voru 98 stúlkur og 118 drengir en kyn vantaði fyrir átta börn. Niðurstöður leitandi þáttagreiningar gáfu til kynna sjö þætti en snúin fimmþátta lausn var einnig valin af kenningarlegum forsendum. Innra samkvæmni var ásættanlegt fyrir alla undirkvarðana nema hegðunarvandamál (α=0,63-0,85). Niðurstöðurnar gefa til kynna að endurbæturnar sem hafa verið gerðar á þýðingu listans hafi skilað árangri þar sem próffræðilegir eiginleikar hafa batnað og því sé réttætanlegt að nota kennaraútgáfu SDQ listans í þessum aldurshóp. Það þyrfti hinsvegar að framkvæma frekari rannsóknir á próffræðilegum eiginleikum listans á Íslandi hjá stærra úrtaki og breiðari aldurshóp.

Accepted: 
  • May 17, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8544


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Theódóra .pdf864.17 kBOpenHeildartextiPDFView/Open