is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8547

Titill: 
  • Áhrif Memphis Minnie á blústónlist og blúsflytjendur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Memphis Minnie var einn áhrifamesti sveitablús-tónlistarmaður Bandaríkjanna á árunum 1929-1947. Ung að aldri fór hún að heiman og vann fyrir sér sem götulistamaður. Hún varð fræg eftir að hún gaf út sitt fyrsta lag Bumble Bee (1929), sem síðar varð metsölulag. Hún var eina konan sem náði að eiga farsælan feril í sveitablús. Á tímum kynþáttafordóma og kynjamisréttis náði hún þó að blómstra í sinni atvinnugrein. Áhrif Memphis Minnie voru víðtæk og heyrðust þau greinilega í stíl annarra blústónlistarmanna sem urðu fyrir áhrifum hennar. Áhrifin komu þó mest fram þegar tónlistarmenn dagsins í dag byrjuðu að sækja innblástur í lög hennar og endurgera þau. Hún var mikilvægur hlekkur í mótun Chicago-blúsins og var fyrirmynd annarra kvenna í blústónlist. Lög Memphis Minnie voru flest 12 takta-blús. Með þetta einfalda form sem grunn gat hún sem gítarleikari nýtt sér spuna í sólóum og gefið ímyndunarafli sínu lausan tauminn. Í mörgum textum Minnie fjallar hún um daglegt líf sitt, þrautir sínar og þjáningar. Það voru vinsældir laga hennar sem gerðu hana eins áhrifaríka og raun ber vitni. Hún hafði sérstöðu meðal kvenna vegna hæfileika sinna sem gítarleikari. Þó svo hún væri yfirleitt með karlmanns gítarleikara sér til aðstoðar þurfti hún í rauninni ekki á honum að halda. Minnie flutti oftast lög og texta eftir sjálfa sig. Hún varð þó að þóknast hlustendum sínum og spilaði einnig vinsæl dægurlög. Uppúr 1949 fór heilsu hennar að hraka. Drykkja og ferðalög tóku sinn toll og hún fékk fyrsta hjartaáfallið árið 1957. Fimm árum síðar fékk hún heilablóðfall og þar með var söngferli hennar lokið.

Samþykkt: 
  • 17.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8547


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf234.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna