is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8551

Titill: 
 • Vinna fúslega gefin. Skoðun á eðli og hlutverki sjálfboðavinnu við menningarstofnanir
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin er rannsókn á eðli og hlutverki sjálfboðavinnu við menningarstofnanir. Ég skoða skilgreiningar um sjálfboðaliða en grundvallarskilgreiningin er sú að sjálfboðaliði sé persóna sem gefi vinnu sína að eigin frumkvæði og öðrum til hagsbóta. Málið er ekki svo einfalt og leidd eru fram mismunandi sjónarhorn á því hvað felist í sjálfboðavinnu og sýnd vafaatriði sem hafa áhrif á þessa skilgreiningu.
  Eitt sjónarhorna á sjálfboðaliðann er að starfið sé þátttaka í verkefnum að vel ígrunduðu máli. Ég sýni fram á að menningarstofnanir geti stofnað til verkefna með gestum sínum sem byggjast á þátttöku þeirra. Hún byggir á skilgreiningum um sjálfboðaliða og nær langt út fyrir veggi stofnunarinnar. Með þessu er stofnunin að laða sjálfboðaliða að starfi sínu og fá þá til starfa við sameiginleg þátttökuverkefni.
  Ég fer yfir nýlegar áherslur í safnastarfi sem fela í sér meiri samskipti og þjónustu við samfélagið. Kenningar um nýja gerð safna á borð við vistsöfn, sem fela í sér meiri ábyrgð og þátttöku samfélagsins í safnastarfinu fellur líka vel að kenningum um sjálfboðaliðann sem vinnur í þátttökuverkefnum.
  Niðurstaða mín er að breytt viðhorf til sjálfboðastarfsemi og samskipta safna við samfélagið feli í sér mikil tækifæri fyrir menningarstofnanir og að framundan séu spennandi tímar við að kanna þennan þátt safnastarfsins frekar og þau tækifæri sem hann býður upp á.

Samþykkt: 
 • 17.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8551


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vinna fúslega gefin.pdf695.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna