is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8554

Titill: 
 • Starfsánægja og streita í starfi hjúkrunarfræðinga. Fræðileg úttekt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Starfsánægja í vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga er hugtak sem mikið hefur verið rann-sakað. Hjúkrunarfræðingar eru almennt ánægðir í starfi en helstu þættir sem hafa áhrif á starfsánægju eru stjórnendur, samstarfsmenn, vinnuaðstaða, starfið sjálft, sjálfræði og laun. Starfsánægja hjúkrunarfræðinga er einnig nátengd vinnutengdri streitu. Þeir hjúkrunarfræðingar sem upplifa vinnutengda streitu eru óánægðari í starfi og líklegri til að hætta störfum. Mikið álag í starfi eykur jafnframt hættu á mistökum og óhöppum í starfi. Rannsóknir hafa sýnt fram á ákveðna streituþætti í starfi hjúkrunarfræðinga. Helstu þættir eru vaktavinna, vinnuálag og tímapressa, vinnuumhverfi ásamt siðferðislegum álitamálum í hjúkrun og hjúkrun deyjandi sjúklinga.
  Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð tengsl starfsánægju við lífsgæði hjúkrunar-fræðinga, minni vinnutengda streitu og kulnun, meiri ánægju inniliggjandi sjúklinga og meiri gæði meðferðar. Því er mikilvægt að gera sér grein fyrir vinnuaðstæðum hjúkrunarfræðinga og auka þekkingu á vinnutengdum streituþáttum og starfsánægju svo draga megi úr streitu og auka starfsánægju.
  Lykilorð: Starfsánægja, starfsóánægja, streita, álag, vinnuumhverfi, hjúkrunarfræðingur

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  Job satisfaction is a concept that has been researched greatly within the nursing profes-sion. Overall, nurses experience satisfactions in their work, however, the main factors in-fluencing their job satisfaction are the following: their supervisors, colleagues, the work envi-ronment, the work itself, autonomy and wages. Nurses’ job satisfaction is also closely linked to work related stress. Nurses that experience work related stress are dissatisfied in their jobs and more likely to leave the profession. Significant stress within the workplace can also in-crease the likelihood of mistakes and adverse event by the nurse. Research has shown that there are certain stress factors within the nursing profession, such as rotating shifts, workload and time constraints, work environment including ethical issues in nursing practice and the care of terminal patients.
  Recent studies show a positive relationship between the nurses’ job satisfaction and quality of life, to a decrease in work related stress and burnout, improved satisfaction of inpa-tients and increased quality of nursing care. Thus, it is imperative to recognize the importance of nurse’s work environment and increase awareness of work related stress factors and job satisfaction, to be able to decrease work related stress and increase overall job satisfaction.
  Keywords: Job satisfaction, job dissatisfaction, stress, workload, work environment, nurse

Samþykkt: 
 • 17.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8554


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni lokaskil 4. ma%ED 2011.pdf440.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna