en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8557

Title: 
  • Title is in Icelandic Upplifun með íslenska hestinum
Submitted: 
  • May 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Hvernig upplifum við ferðalög? Margar kenningar eru uppi í ferðamálafræði um væntingar, upplifun og sanngildi ferðalaga. Hendumst við á milli staða með myndavélarnar á lofti og keppumst við að fanga táknin sem við höfum svo lengi heyrt talað um? Sækjumst við eftir upplifun sem skilur okkur eftir steinrunnin og minnir okkur á hversu lítil við erum og máttlaus þegar náttúran er annars vegar? Til grundvallar þessarar ritgerðar eru lögð viðtöl sem tekin voru við erlenda ferðamenn sem höfðu farið í hestaferðir um hálendi Íslands og svo aðila sem tengjast hestatengdri ferðamennsku hér á landi. Flestir upplifðu að verða frá sér numdir af beinni snertingu við náttúruna, sitjandi á hestbaki, en í fræðunum er slík tegund upplifunar kennd við snertingu við hið göfuga (e. Sublime,) upplifun sem minnir okkur á smæð okkar. Margar kenningar fræðimanna sem snúa að upplifun, sanngildi og væntingum fengu byr undir annan ef ekki báða vængi eftir greiningu viðtalanna þó að sitthvað hafi komið á óvart.

Accepted: 
  • May 18, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8557


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Upplifun með íslenska hestinum.pdf665.96 kBOpenHeildartextiPDFView/Open