is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8560

Titill: 
  • Af hverju leggur fólk stund á listir? : um ímyndunarafl mannsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitað að svari við spurningunni: „Af hverju leggur fólk stund á listir?“ Það er gengið út frá þeirri nálgun að svörin megi finna innan í manninum frekar en utan hans. Hér er það gagnrýnt að eðli mannsins sé smættað og hvatir hans einfaldaðar, bæði í ýmsum fræðikenningum um efnið og í samfélaginu. Hér verður farið í getnaðarhvötina sem Platón sagði að væri drifkraftur á bak við sköpunarkraft mannsins. Hér verður líka farið út í það hvernig má skilja þessa getnaðarhvöt á máta sem er ekki bókstaflegur. Í ritgerðinni er leitt líkum að því að ímyndunaraflið spili veigamikinn þátt í listsköpun mannsins. Auk þess eru færð rök fyrir því að sá búnaður sem Noam Chomsky lýsir að geri manninum kleift að læra tungumál eigi þátt í því að gera ímyndunaraflið mögulegt. Ímyndunaraflið er bæði blessun mannsins og bölvun. Það gerir manninum mögulegt að sjá sig með augum annarra sem skapar minnimáttarkennd, en hér er því haldið fram að listir, líkt og trúarbrögð, minnki þessa minnimáttarkennd með göfgun. Það má því segja að það sé bæði orsökin fyrir því að listsköpun er möguleg og ástæðan fyrir því að maðurinn sjái sig knúinn til að skapa list.

Samþykkt: 
  • 18.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8560


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf273.26 kBLokaðurHeildartextiPDF