is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8563

Titill: 
  • Hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal frá 1587‒1938 og ástæður hennar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skóg- og kjarrlendi voru mikilvægar náttúruauðlindir áður fyrr. Nákvæm útbreiðsla birkiskóga er ekki þekkt nema síðustu áratugi og fáar rannsóknir hafa verið gerðar á staðbundinni útbreiðslu þeirra gegnum aldirnar. Megin markmið þessarar rannsóknar er að (1) kortleggja útbreiðslu birkiskóga og kjarrlendis í Þjórsárdal (14.000 ha) á 350 ára tímabili og (2) meta áhrif náttúrulegra, félags- og efnahagslegra þátta á útbreiðsluna á þremur tímabilum, 1587-1708, 1708-1880, 1880-1938. Við kortlagningu á útbreiðslu skóg- og kjarrlendis var notast við sögulegar ritheimildir, staðsetningu og útbreiðslu kolagrafa og gróðurleifar í jarðvegi, gamlar ljósmyndir og loftmyndir. Kortlagningin var unnin í landfræðilegum upplýsingakerfum (LUK). Á vettvangi var núverandi útbreiðsla skóg- og kjarrlendis kortlögð, gróðurleifar í jarðvegi kortlagðar og tímasettar með hjálp þekktra gjóskulaga auk þess sem kolagrafir voru staðsettar. Helmingur Þjórsárdals var vaxinn skóg- og kjarrlendi á seinni helmingi 16. aldar. Frá 1587-1938 dróst skóg- og kjarrlendi saman úr 6170 ha í 388 ha eða um 94%. Breytingar urðu mestar á tímabilinu 1587-1708, þegar skóg- og kjarrlendis dróst saman um 71%. Skógurinn var nýttur til eldiviðar, kolagerðar, kýrfóðurs, beitar og efniviðar til smíða. Fjöldi kolagrafa á svæðinu sýna að kolagerð var mikið stunduð í Þjórsárdal. Þessi landnýting hafði gríðarleg áhrif á skóg- og kjarrlendi dalsins, en að auki bættist við kólnandi veðurfar litlu ísaldar og gjóskufall vegna stórra eldgosa í Heklu. Beit var ekki ráðandi þáttur í hnignun skóg- og kjarrlendis í dalnum en hafa ber í huga að vetrarbeit í vistkerfi sem var ofnýtt hefur haft neikvæð áhrif á nýliðun skóganna. Eignarhald og skógarítök skiptu meginmáli við stjórnun á nýtingu skóglendis og þar með afdrifum þess. Skóg- og kjarrlendi kirkjujarðanna (Skálholts og kirkjuléna) voru ofnýtt en það sem var í einkaeigu eða undir stjórn ábúanda breyttist lítið og þar var að finna stærstu skógarleifar Þjórsárdals árið 1938

  • Útdráttur er á ensku

    Land-use is a well known driver for ecosystem change, such as deforestation and soil erosion. Changes in birch woodland cover in Iceland are well documented over the last decades, but few studies have focused on the spatial distribution of birch woodland change over centuries. The main objectives of this study are (1) to map the changes of birch woodland cover in Þjórsárdalur (14,000 ha), over 350 years, from 1587-1938, and (2) understand the impact of socio-economic and natural forces on the birch woodland development over three periods (1587-1708, 1708-1880 and 1880-1938). For this purpose we used combined approach of historical reconstruction from diverse written archives, GIS-techniques and field work. The historical data and GIS were used to reconstruct maps showing birch woodland cover and the field work included location of place-names used for birch woodland in historical archives, mapping of present distribution of birch woodland, birch tree remnants, as well as old charcoal pits. The field work was used to verify the historical data. Half of the Þjórsárdalur valley was covered by birch woodland in the late 16th century. Over a period of 350 years 94% of the woodland had been depleted; its cover changed from 6,170 ha in 1587 to 388 ha in 1938. The woodland was used for firewood, leaf-fodder and charcoal making. The land-use had huge impact combined with natural hazards on the birch woodland cover. Grazing was limited, but winter grazing had negative effects on the ecosystem that was damaged by deforestation. The main driving force for this development is socio-economic but in combination with climate, volcanism and extreme event further exacerbated the woodland decline.

Samþykkt: 
  • 18.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8563


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Loki10.pdf861.84 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna