is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8566

Titill: 
 • Á undan sinni samtíð? : Antonin Artaud og birtgingarmyndir hugmynda hans í verkum La Fura dels Baus
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Stórbrotnar hugmyndir og skoðanir Antonin Artaud á leikhúsinu voru af hans samtímamönnum taldar brjóta allverulega gegn hefðbundnum venjum leikhússins. Hugmyndir hans voru þar af leiðandi fljótlega afskrifaðar og Artaud stimplaður sem geðsjúkur reglubrjótur. Merkilegt er til þess að hugsa að þær hugmyndir sem liggja að baki verkum framúrstefnuhópsins La Fura dels Baus svipar mjög til þeirra hugmynda sem Artaud hafði á sínum tíma. Sérstaklega vegna þeirrar staðreyndar að listahópurinn La Fura dels Baus hefur með verkum sínum notið gífurlegra vinsælda í gegnum árin.
  Hvaða ástæða ætli liggi þar að baki? Hvers vegna eru áhorfendur dagsins í dag móttækilegri fyrir hugmyndum sem þessum?
  Tengingar milli hugmynda Artuad og La Fura dels Baus má sjá í löngun þeirra til að brjóta upp leikhúsformið, tilraunum þeirra með sviðstungumálið, nálgunarðaferðir þeirra til áhorfandans, leik með táknmyndir og svo mætti lengi telja.
  Sýningar La Fura dels Baus virðast falla vel að smekk nútíma áhorfandans og sú spenna sem fylgir reglubrjótum sem þessum virðist laða að sér fjölbreyttan hóp fólks.
  Hvað liggur hér að baki? Var Artaud misskilinn listamaður á undan sínum samtíma?
  Þessum spurningum er velt upp ásamt því að hugmyndir Artaud eru bornar saman við uppsetningar La Fura dels Baus. Tengingar hugmynda þeirra eru skoðaðar og jafnframt er skoðunum ýmissa lista- og fræðimanna velt upp.

Samþykkt: 
 • 18.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8566


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf254.19 kBLokaðurHeildartextiPDF