is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8567

Titill: 
  • Mat á ástandi vegar um Fljótshlíðarafrétt og nánasta umhverfi hans
  • Titill er á ensku Evaluation of the condition of the road through Fljótshlíðarafréttur and its immediate environment
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í gegnum Fljótshlíðarafrétt í Rangárþingi eystra liggur ein af vinsælustu hálendisleiðum landsins og ferðast því fjöldi fólks þar um. Einnig varð aukning á ferðamönnum þegar eldgos á Fimmvörðuhálsi hófst í mars árið 2010. Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif vélknúinna farartækja og hestaferða á Emstruleið, vegi F261, og nánasta umhverfi hans, og benda á hvaða þættir í náttúrufari hafa mest áhrif þar á. Einnig var markmiðið að meta hvort þolmörkum umhverfisins sé náð hvað varðar áhrif umferðar. Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru settar fram: Er þolmörkum umhverfisins náð? Er samband annars vegar á milli tegundar gróðurlendis og ástands vegarins, og hins vegar á milli tegundar gróðurlendis og ástands utan vega? Hvaða áhrif hafa eldgosin haft? Að auki var spurt hvort ferðamáti skipti máli varðandi skemmdir í náttúru? Aðferðin var sjónrænt mat og mælingar gerðar samkvæmt fyrirfram ákveðnum flokkunar- og ástandskvarða. Helstu niðurstöður gáfu til kynna að þolmörkum væri náð sumstaðar hvað varðar ástand vegarins og einnig með tilliti til ástands utan vega. Hvað varðar samband á milli gróðurlendis og skemmda kom í ljós að flestar skemmdir voru á graslendinu og minnstar á ógrónu landi. Áhrif gossins fólust í utanvegaakstri, öskusöfnun og flóðum, sem leiddu aðallega til versnandi ástands á vegi F261 og nágrenni hans. Hvað varðar ferðamáta og skemmdir kom í ljós að hófför eftir hesta voru yfirleitt dýpri en för eftir hjólbarða. Þó má segja að miklu máli skiptir einnig hvernig ásigkomulag jarðvegsins og gróðurs er fyrir skemmdirnar, því samspil er á milli viðkvæms íslensks eldfjallajarðvegs, veðurfars og skemmda og sást merki um samspil af þessu tagi víða á rannsóknarsvæðinu.

  • Útdráttur er á ensku

    One of the most popular highland roads lies through Fljótshlíðarafréttur in Rangárþing eystra and thus a plenty of people travel there. Travellers came also by as a result of the eruption at Fimmvörðuháls 2010. The purpose of this research was to evaluate the impact of motor vehicles and horse trips on road F261 and its immediate environment, and point out which elements of nature have the greatest impact. The purpose was also to evaluate whether the researcharea has reached its carrying capacity in terms of traffic impact. Following research questions were made: Has the area reached its carrying capacity? Is there a relationship between the soil and vegetation type and the damage done? What impact have the eruptions had? Does the means of transport matter? The method was a visual assessment and measurements made according to predetermined classification and condition scale. The results indicated that parts of the researcharea had reached its carrying capacity in terms of road condition and with regard to the condition of off-road. Grassland was most sensitive while the least damage was seen on the areas with little or no vegetation. The eruptions affected the area in terms of off- road driving, ash and flood leading mostly to worsening conditions of the road and off-road area. Horse trails were generally deeper than the ones made by tires. Still, there´s an interaction between the fragile Icelandic volcanic soil, climate and the damage done, and signs of interaction of this type were observed throughout the study area.

Samþykkt: 
  • 18.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8567


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð PDF2Jaana-Marja Rotinenloka.pdf3.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna