is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/857

Titill: 
 • Hlaupahópar : könnun á starfsemi hlaupahópa
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Undanfarin ár hefur þátttaka í hlaupum aukist mikið hér á landi. Einstaklingar hafa tekið sig saman og myndað hópa sem hittast og hlaupa saman. Einnig eru hópar starfandi undir leiðsögn þjálfara en sumir þeirra hafa starfað í mörg ár. Könnun þessi fjallar um hvernig starfsemi í hlaupahópum er háttað. Markmiðið var að bera saman niðurstöður úr könnun sem lögð var fyrir átta hlaupahópa sem starfa allt árið um kring og eru með þjálfara. Ekki var markmiðið að bera hópana neitt sérstaklega saman.
  Þátttakendur í könnununni voru bæði af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Eftir að leyfi fékkst hjá þjálfurum hópanna voru hóparnir heimsóttir og könnun lögð fyrir með spurningarlista.
  Hóparnir sem könnunin var lögð fyrir voru átta. Frískir Flóamenn (n=17), Hlaupahópur Árbæjar og Seláss (n=12), Hlaupahlópur Fjölnis (n=30), ÍR skokk (n=26), Langhlauparadeild UFA (n=8), Laugaskokk (n=28), Skokkhópur Sauðárkróks (n=36) og Trimmklúbbur Seltjarnarness (n=29). Þátttakendur voru á aldrinum 17-71 árs og meðalaldur var 48 ár.
  Fyrsta könnunin var lögð fyrir 26. febrúar 2007 og sú síðasta þann 14. mars 2007. Helstu niðurstöður voru þær að félagsskapurinn og félagslegi þátturinn skipta þátttakendur í hlaupahópum miklu máli. Algengast var að æfingar væru þrisvar til fjórum sinnum í viku og enginn marktækur munur fannst á milli hópa hvað það varðaði. Algengasta vegalengd sem hlaupin var í hverri viku þegar könnun fór fram var á bilinu 21-40 kílómetrar. Munur var á milli hópa hve langt hlaupið var í hverri viku (p=0.001) og einnig á milli kynja (p=0.001). Fræðsla eða tilsögn var almennt góð í hlaupahópunum en munur fannst þó á milli einstaka hlaupahópa (p=0.001). Um þriðjungur karla og kvenna höfðu átt við álagsmeiðsli að stríða sem rekja mátti til hlaupanna. Merkilegt var að notkun púlsmæla var ekki mikil en tæplega fimmtungur þátttakenda notuðu púlsmæli til að fylgjast með þjálfunarálagi sínu. Munur fannst á milli karla og kvenna (p=0.002) á notkun púlsmæla. Þeir einstaklingar sem höfðu hlaupið einir áður en þeir fóru í hlaupahóp höfðu frekar lent í álagsmeiðslum sem hægt var að rekja til hlaupanna. Fleiri karlar en konur voru í þeim hópi. Kostnaður við að stunda hlaup var lítill.
  Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að starfsemi hlaupahópa er mikilvæg, bæði hvað varðar félagsskap og fræðslu. Þátttaka í hlaupahópum er ódýr heilsurækt sem sífellt fleiri aðhyllast en mikilvægt er að efla starfsemi hópanna enn frekar.

Samþykkt: 
 • 11.9.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/857


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS. Hlaupahopar.pdf449.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna